Þúsundir vilja flýja Misrata 19. apríl 2011 00:00 Flýja Flestir þeirra sem fluttir hafa verið frá Misrata hafa verið erlendir farandverkamenn. Einhverjir af þeim óbreyttu borgurum sem særst hafa í átökunum hafa þó verið fluttir á brott.Nordicphotos/AFP Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnarher landsins hefur herjað á borgina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borginni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgarinnar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasasprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðaraðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borginni Misrata, og þúsundir til viðbótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borgarinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pandya, talsmaður flóttamannahjálparinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnarher landsins hefur herjað á borgina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borginni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgarinnar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasasprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðaraðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borginni Misrata, og þúsundir til viðbótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borgarinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pandya, talsmaður flóttamannahjálparinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira