Óvissa um hvað er á seyði í kjarnaofnum 17. mars 2011 01:00 Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira