Ashley Bares, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, bjargaði toppliði Stjörnunnar á móti nýliðum Þróttar í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld. Bares skoraði fernu í 4-2 sigri Stjörnunnar sem náði fyrir vikið fimm stiga forskoti á Val á toppi Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA vann 3-2 sigur á botnliði Grindavíkur í hinum leik kvöldsins.
Þróttur komst tvisvar yfir í leiknum, í upphafi sitthvors hálfleiks en Ashley Bares jafnaði í fyrri hálfleik og kom síðan Stjörnunni yfir með því að skora tvö mörk með mínútu millibili í seinni hálfleiknum. Bares innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma og hefur nú skorað sextán mörk í ellefu leikjum fyrir Stjörnuna í sumar.
Manya Janine Makoski skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA í 3-0 sigri á Grindavík en Þór/KA liðið komst upp í þriðja sæti deildarinnar sem þessum sigri. ÍBV á reyndar leik til góða á móti Aftureldingu og getur þá endurheimt þriðja sætið.
Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:
Þór/KA-Grindavík 3-0
1-0 Marisha Ledan Schumacher-Hodge (14.), 2-0 Manya Janine Makoski (34.), 3-0 Manya Janine Makoski (53.)
Þróttur-Stjarnan 2-4
1-0 Fanny Vago (1.), 1-1 Ashley Bares (22.), 2-1 Soffía Ummarin Kristinsdóttir (48.), 2-2 Ashley Bares (59.), 2-3 Ashley Bares (60.), 2-4 Ashley Bares (90.+3)
Ashley Bares reddaði Stjörnukonum í Laugardalnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
Fleiri fréttir
