Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín 23. mars 2011 21:00 Ástandið í neyðarskýlum sem sett hafa verið upp í Japan er víða slæmt. Útlit er fyrir að barnshafandi konur þurfi að fæða börn sín þar.mynd/save the children Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Nao Saito, sem á að eiga barn sitt í næstu viku, hitti fulltrúa Save the Children í Shichigo-barnaskólanum sem breytt hefur verið í fjöldahjálparstöð. Hún segir að vegna skorts á eldsneyti sé hún hrædd um að ná ekki í tíma á sjúkrahúsið í borginni Sendai. Stephen McDonald, sem leiðir neyðaraðstoð barna í Japan, segir um hálfa milljón manns vera á vergangi eftir flóðbylgjuna og margir þeirra búi í yfirfullum fjöldahjálparstöðvum á nær 600 kílómetra strandlengju Japans. „Það er því miður hætt við að konur sem eru langt gengnar með barn neyðist til að fæða í þessum stöðvum," segir McDonald. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir afar mikilvægt að bregðast eins skjótt við og auðið er. „Það er mikill fjöldi barna sem hefur misst heimili sín, skóla, ættingja og vini. Allt þeirra daglega líf er úr skorðum," segir Petrína. „Við leggjum mikla áherslu á að koma upp barnvænum svæðum. og nú hefur um 2.000 hjálparstöðvum verið komið á fót. Það er nauðsynlegt að sjá til þess að börnin fái öryggi og vernd, áfallahjálp og stuðning." Mikill kuldi er nú í Japan og víðs vegar um borgina Sendai og annars staðar á flóðasvæðinu hafa myndast langar biðraðir við bensínstöðvar þar sem fólk bíður eftir eldsneyti. Um 4.000 skólar eyðilögðust í hamförunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir söfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Japan. Hægt er að leggja þeim lið með því að hringja í söfnunarsíma 904 1900 (1.900 krónu framlag) eða 904 2900 (2.900 krónu framlag). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26–001989, kt. 521089-1059. sunna@frettabladid.is Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Nao Saito, sem á að eiga barn sitt í næstu viku, hitti fulltrúa Save the Children í Shichigo-barnaskólanum sem breytt hefur verið í fjöldahjálparstöð. Hún segir að vegna skorts á eldsneyti sé hún hrædd um að ná ekki í tíma á sjúkrahúsið í borginni Sendai. Stephen McDonald, sem leiðir neyðaraðstoð barna í Japan, segir um hálfa milljón manns vera á vergangi eftir flóðbylgjuna og margir þeirra búi í yfirfullum fjöldahjálparstöðvum á nær 600 kílómetra strandlengju Japans. „Það er því miður hætt við að konur sem eru langt gengnar með barn neyðist til að fæða í þessum stöðvum," segir McDonald. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir afar mikilvægt að bregðast eins skjótt við og auðið er. „Það er mikill fjöldi barna sem hefur misst heimili sín, skóla, ættingja og vini. Allt þeirra daglega líf er úr skorðum," segir Petrína. „Við leggjum mikla áherslu á að koma upp barnvænum svæðum. og nú hefur um 2.000 hjálparstöðvum verið komið á fót. Það er nauðsynlegt að sjá til þess að börnin fái öryggi og vernd, áfallahjálp og stuðning." Mikill kuldi er nú í Japan og víðs vegar um borgina Sendai og annars staðar á flóðasvæðinu hafa myndast langar biðraðir við bensínstöðvar þar sem fólk bíður eftir eldsneyti. Um 4.000 skólar eyðilögðust í hamförunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir söfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Japan. Hægt er að leggja þeim lið með því að hringja í söfnunarsíma 904 1900 (1.900 krónu framlag) eða 904 2900 (2.900 krónu framlag). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26–001989, kt. 521089-1059. sunna@frettabladid.is
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira