Enski boltinn

Mancini vill vera mörg ár til viðbótar hjá City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini og David Silva á blaðamannafundi.
Roberto Mancini og David Silva á blaðamannafundi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett stefnuna á því að sitja í stjórastólnum hjá City í mörg ár til viðbótar. City hefur aldrei byrjað tímabil betur en í ár en liðið er á toppi ensku deildarinnar með 7 sigra og 1 jafntefli í átta leikjum.

Samingur Mancini rennur út eftir næsta tímabil en hann segir það skipta litlu máli þótt að hann sé ekki byrjaður í viðræðum um nýjan samning. Ítalski stjórinn hefur vakið mikla athygli fyrir festu sína í Tevez-málinu og City-liðið hefur unnið báða leiki sína síðan að málið kom upp með markatölunni 8-1.

„Ég vil vera hér í mörg ár til viðbótar en hlutirnir breytast í hverri viku í fótboltanum. Ef liðið tapað tveimur eða þremur leikjum í röð getur allt breyst á augabragði en það gengur vel eins og er," sagði Mancini.

„Ég byrjaði hér fyrir tveimur árum og hef unnið hörðum höndum að því að byggja upp sterkt lið. Ég vil vera hér í það minnsta þrjú eða fjögur ár til viðbótar því ég trúi því að City sé að verða einn af bestu klúbbunum í heimi," sagði Mancini.

Næsti leikur City er á móti Villarreal í Meistaradeildinni á morgun en City á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppninni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×