Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar 23. júlí 2011 18:30 Sérsveitarmenn komu á eyjuna og yfirbuguðu byssumanninn. Hér sést hvar ungmenni fela sig fyrir árásarmanninum. Mynd/AFP Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira