Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið Stefán Árni Pálsson á Vodafonevellinum skrifar 11. júlí 2011 14:09 Mynd/HAG Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum. Fyrir leikinn í kvöld hafði Valur unnið fimm leiki í röð og á þvílíkri siglingu, en Stjörnumenn unnu sannfærandi sigur, 4-1, gegn Fylki í síðustu umferð. Það mátti því búast við góðum leik í blíðskapar veðri á Hlíðarenda. Leikurinn hófst með miklum látum, en Pól Jóhannus Justinussen, leikmaður Vals, átti frábært skot í þverslánna strax á upphafsmínútum leiksins sem gaf heldur betur tóninn. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Valsmenn að skora mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu, en Christian Mouritsen, leikmaður Vals, komst einn í gegnum vörn Stjörnunnar og kláraði færi vel. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins náðu heimamenn að komast yfir með marki frá Jóni Vilhelm Ákasyni sem prjónað sig í gegnum vörn Stjörnunnar og þrumaði boltanum óverjandi framhjá Ingvari Jónssyni, markverði Stjörnunnar. Staðan var því 1-0 í hálfleik sem varð að teljast sanngjarnt, en Jón Vilhelm hafði átt frábæran fyrri hálfleik og átti markið fyllilega skilið. Tryggvi Sveinn Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, kom inná í hálfleik og sú skipting hressti heldur betur upp á lið gestanna. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leiks og byrjuðu strax að pressa á vörn Valsmanna. Jöfnunarmarkið kom eftir rúmlega klukkustunda leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, vann boltann rétt fyrir innan miðju, tók á rás og lék á hvern Valsmanninn á fætur öðrum sem lauk með fínu skoti rétt fyrir utan vítateig í netið. Gestirnir réðu lögum og lofum út leiktímann og komust oftar en ekki í algjör dauðafæri, en alltaf var Haraldur Björnsson, markvörður Vals, vel á verði og sá við skotum þeirra bláklæddu. Þegar meira en þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, ákjósanlegt færi en skot hans fór framhjá. Valsmenn voru nálægt því að ræna sigrinum í lokin eins og svo áður hefur gerst í sumar. Valur komst því ekki á toppinn í Pepsi-deildinni og eru í öðru sæti með 22 stig, einu stigi á eftir KR. Stjarnan er komið upp í fimmta sæti eftir leiki kvöldsins með 15 stig. Valur 1 – 1 Stjarnan1-0 Jón Vilhelm Ákason (43.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (63.) Skot (á mark): 6 – 9 (3-3) Varin skot: Haraldur 3 – 1 Ingvar Horn: 2 – 14 Aukaspyrnur fengnar:7– 10 Rangstöður: 3-2 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30 Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25 Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36 Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum. Fyrir leikinn í kvöld hafði Valur unnið fimm leiki í röð og á þvílíkri siglingu, en Stjörnumenn unnu sannfærandi sigur, 4-1, gegn Fylki í síðustu umferð. Það mátti því búast við góðum leik í blíðskapar veðri á Hlíðarenda. Leikurinn hófst með miklum látum, en Pól Jóhannus Justinussen, leikmaður Vals, átti frábært skot í þverslánna strax á upphafsmínútum leiksins sem gaf heldur betur tóninn. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Valsmenn að skora mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu, en Christian Mouritsen, leikmaður Vals, komst einn í gegnum vörn Stjörnunnar og kláraði færi vel. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins náðu heimamenn að komast yfir með marki frá Jóni Vilhelm Ákasyni sem prjónað sig í gegnum vörn Stjörnunnar og þrumaði boltanum óverjandi framhjá Ingvari Jónssyni, markverði Stjörnunnar. Staðan var því 1-0 í hálfleik sem varð að teljast sanngjarnt, en Jón Vilhelm hafði átt frábæran fyrri hálfleik og átti markið fyllilega skilið. Tryggvi Sveinn Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, kom inná í hálfleik og sú skipting hressti heldur betur upp á lið gestanna. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leiks og byrjuðu strax að pressa á vörn Valsmanna. Jöfnunarmarkið kom eftir rúmlega klukkustunda leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, vann boltann rétt fyrir innan miðju, tók á rás og lék á hvern Valsmanninn á fætur öðrum sem lauk með fínu skoti rétt fyrir utan vítateig í netið. Gestirnir réðu lögum og lofum út leiktímann og komust oftar en ekki í algjör dauðafæri, en alltaf var Haraldur Björnsson, markvörður Vals, vel á verði og sá við skotum þeirra bláklæddu. Þegar meira en þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, ákjósanlegt færi en skot hans fór framhjá. Valsmenn voru nálægt því að ræna sigrinum í lokin eins og svo áður hefur gerst í sumar. Valur komst því ekki á toppinn í Pepsi-deildinni og eru í öðru sæti með 22 stig, einu stigi á eftir KR. Stjarnan er komið upp í fimmta sæti eftir leiki kvöldsins með 15 stig. Valur 1 – 1 Stjarnan1-0 Jón Vilhelm Ákason (43.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (63.) Skot (á mark): 6 – 9 (3-3) Varin skot: Haraldur 3 – 1 Ingvar Horn: 2 – 14 Aukaspyrnur fengnar:7– 10 Rangstöður: 3-2 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30 Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25 Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36 Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30
Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25
Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36
Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46