Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið Stefán Árni Pálsson á Vodafonevellinum skrifar 11. júlí 2011 14:09 Mynd/HAG Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum. Fyrir leikinn í kvöld hafði Valur unnið fimm leiki í röð og á þvílíkri siglingu, en Stjörnumenn unnu sannfærandi sigur, 4-1, gegn Fylki í síðustu umferð. Það mátti því búast við góðum leik í blíðskapar veðri á Hlíðarenda. Leikurinn hófst með miklum látum, en Pól Jóhannus Justinussen, leikmaður Vals, átti frábært skot í þverslánna strax á upphafsmínútum leiksins sem gaf heldur betur tóninn. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Valsmenn að skora mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu, en Christian Mouritsen, leikmaður Vals, komst einn í gegnum vörn Stjörnunnar og kláraði færi vel. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins náðu heimamenn að komast yfir með marki frá Jóni Vilhelm Ákasyni sem prjónað sig í gegnum vörn Stjörnunnar og þrumaði boltanum óverjandi framhjá Ingvari Jónssyni, markverði Stjörnunnar. Staðan var því 1-0 í hálfleik sem varð að teljast sanngjarnt, en Jón Vilhelm hafði átt frábæran fyrri hálfleik og átti markið fyllilega skilið. Tryggvi Sveinn Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, kom inná í hálfleik og sú skipting hressti heldur betur upp á lið gestanna. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leiks og byrjuðu strax að pressa á vörn Valsmanna. Jöfnunarmarkið kom eftir rúmlega klukkustunda leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, vann boltann rétt fyrir innan miðju, tók á rás og lék á hvern Valsmanninn á fætur öðrum sem lauk með fínu skoti rétt fyrir utan vítateig í netið. Gestirnir réðu lögum og lofum út leiktímann og komust oftar en ekki í algjör dauðafæri, en alltaf var Haraldur Björnsson, markvörður Vals, vel á verði og sá við skotum þeirra bláklæddu. Þegar meira en þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, ákjósanlegt færi en skot hans fór framhjá. Valsmenn voru nálægt því að ræna sigrinum í lokin eins og svo áður hefur gerst í sumar. Valur komst því ekki á toppinn í Pepsi-deildinni og eru í öðru sæti með 22 stig, einu stigi á eftir KR. Stjarnan er komið upp í fimmta sæti eftir leiki kvöldsins með 15 stig. Valur 1 – 1 Stjarnan1-0 Jón Vilhelm Ákason (43.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (63.) Skot (á mark): 6 – 9 (3-3) Varin skot: Haraldur 3 – 1 Ingvar Horn: 2 – 14 Aukaspyrnur fengnar:7– 10 Rangstöður: 3-2 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30 Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25 Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36 Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum. Fyrir leikinn í kvöld hafði Valur unnið fimm leiki í röð og á þvílíkri siglingu, en Stjörnumenn unnu sannfærandi sigur, 4-1, gegn Fylki í síðustu umferð. Það mátti því búast við góðum leik í blíðskapar veðri á Hlíðarenda. Leikurinn hófst með miklum látum, en Pól Jóhannus Justinussen, leikmaður Vals, átti frábært skot í þverslánna strax á upphafsmínútum leiksins sem gaf heldur betur tóninn. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Valsmenn að skora mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu, en Christian Mouritsen, leikmaður Vals, komst einn í gegnum vörn Stjörnunnar og kláraði færi vel. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins náðu heimamenn að komast yfir með marki frá Jóni Vilhelm Ákasyni sem prjónað sig í gegnum vörn Stjörnunnar og þrumaði boltanum óverjandi framhjá Ingvari Jónssyni, markverði Stjörnunnar. Staðan var því 1-0 í hálfleik sem varð að teljast sanngjarnt, en Jón Vilhelm hafði átt frábæran fyrri hálfleik og átti markið fyllilega skilið. Tryggvi Sveinn Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, kom inná í hálfleik og sú skipting hressti heldur betur upp á lið gestanna. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leiks og byrjuðu strax að pressa á vörn Valsmanna. Jöfnunarmarkið kom eftir rúmlega klukkustunda leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, vann boltann rétt fyrir innan miðju, tók á rás og lék á hvern Valsmanninn á fætur öðrum sem lauk með fínu skoti rétt fyrir utan vítateig í netið. Gestirnir réðu lögum og lofum út leiktímann og komust oftar en ekki í algjör dauðafæri, en alltaf var Haraldur Björnsson, markvörður Vals, vel á verði og sá við skotum þeirra bláklæddu. Þegar meira en þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, ákjósanlegt færi en skot hans fór framhjá. Valsmenn voru nálægt því að ræna sigrinum í lokin eins og svo áður hefur gerst í sumar. Valur komst því ekki á toppinn í Pepsi-deildinni og eru í öðru sæti með 22 stig, einu stigi á eftir KR. Stjarnan er komið upp í fimmta sæti eftir leiki kvöldsins með 15 stig. Valur 1 – 1 Stjarnan1-0 Jón Vilhelm Ákason (43.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (63.) Skot (á mark): 6 – 9 (3-3) Varin skot: Haraldur 3 – 1 Ingvar Horn: 2 – 14 Aukaspyrnur fengnar:7– 10 Rangstöður: 3-2 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30 Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25 Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36 Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30
Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25
Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36
Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46