Íslenski boltinn

Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld.

„Við fáum á okkur mark rétt fyrir hálfleik sem verður að skrifast á einbeitingarleysi, en liðið tvíefldist við það og við vorum miklu betri aðilinn í þeim síðari".

„Við vorum bara þrælfínir í seinni hálfleiknum og sorglegt að nýta ekki þau færi sem við fengum. Haraldur var hetja Valsmanna í kvöld, en hann gerði okkur lífið leitt“.


Tengdar fréttir

Haraldur: Það vantaði herslumuninn

„Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld.

Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið

Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×