Þórður Þórðarson: Hef meiri trú á Fram en Víkingi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2011 08:00 Atli Viðar Björnsson, FH, og Blikinn Kristinn Jónsson í fyrri leik liðanna í sumar. Fréttablaðið/vilhelm Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum. Fimm leikir fara fram í kvöld en viðureign Keflavíkur og KR er frestað vegna þátttöku síðarnefnda liðsins í Evrópudeild UEFA. KR er þó með fjögurra stiga forystu á næsta lið og missir því ekki toppsætið í kvöld. Þórður Þórðarson, þjálfari toppliðs ÍA í 1. deild karla, telur einmitt að fátt geti komið í veg fyrir að KR standi uppi sem Íslandsmeistari í haust. „Ég á ekki von á öðru en að KR, ÍBV og Valur verði áfram að berjast á toppnum eins og áður,“ sagði Þórður um framhaldið. „Mér sýnist að þessi lið séu sterkustu lið deildarinnar þegar á heildina er litið. Ég tel einnig að það sé ekkert lið sterkara en KR í dag og býst við að KR-ingar muni sigla titlinum í höfn í haust.“ Erfitt hjá ÍBV í ÁrbænumValur mætir Grindavík á heimavelli í kvöld en ÍBV mætir Fylki í Árbænum. Þórður reiknar með Valssigri en segir verkefni ÍBV erfiðara. „Gallinn við Fylkismenn er hversu óstöðugir þeir hafa verið en þeir hafa verið sterkir í síðustu leikjum,“ sagði Þórður. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturum FH í kvöld en hvorugt lið hefur náð sér almennilega á strik í sumar. FH er í fjórða sæti en Blikar í því áttunda. „Bæði lið þurfa þrjú stig til að halda sér í efri hluta deildarinnar – sérstaklega Blikar. Ég á ekki von á að þeir muni blanda sér í baráttu efstu fimm liða deildarinnar ef þeir tapa í kvöld,“ segir Þórður en gengi Blika í sumar hefur komið honum á óvart. „Breiðablik átti gott tímabil í fyrra og ég hélt að liðið myndi ná að fylgja því eftir.“ Láta frekar verkin talaStjörnumenn hafa að sama skapi staðið sig betur en Þórður reiknaði með fyrir tímabilið en liðið er nú í fimmta sætinu og mætir lánlausum Víkingum í kvöld. Víkingar eru í fallsæti eins og er og töpuðu í síðasta leik fyrir hinum nýliðunum, Þór, með sex mörkum gegn einu. Var það fyrsti leikur Bjarnólfs Lárussonar með liðið eftir að skipt var um þjálfara. „Bjarnólfur sagði fyrir þann leik að það yrðu miklar breytingar á sínu liði strax í fyrsta leik. Helsta breytingin var hversu mörg mörk Víkingar fengu á sig. Mér finnst hann hafa verið full yfirlýsingaglaður og fengið sín ummæli í bakið. Það eru ekki traustvekjandi vinnubrögð og sendir slæm skilaboð til leikmanna. Oft er betra að láta verkin tala,“ sagði Þórður. Þorvaldur mun bjarga FramFram er í botnsæti deildarinnar og mætir einmitt Þór í kvöld. Þórður hefur meiri trú á að Fram muni bjarga sér en Víkingur. „Ég þekki það sjálfur að Þorvaldur (Örlygsson) er góður þjálfari og tel að hann muni ná að bjarga liðinu frá falli. Það mun þó velta að stórum hluta á þessum leik. Þórsarar hafa þó verið á góðum skriði að undanförnu og ef þeir ætla sér að verða alvörulið verða þeir að halda áfram á þeirri siglingu.“ Værum um miðja efstu deildSkagamenn hafa sýnt ótrúlega yfirburði í fyrstu deildinni í sumar og eru með sextán stiga forystu á liðið í þriðja sæti. Þórður telur að sínir menn myndu spjara sig ágætlega í Pepsi-deildinni í ár. „Ég tel að ÍA væri miðlungslið í deildinni í dag. Við erum skrefi á eftir bestu liðunum en gætum siglt nokkuð lygnan sjó um miðja deild miðað við spilamennsku okkar í sumar,“ segir Þórður en bendir á að Skagamenn séu langt því frá byrjaðir að hugsa um líf í Pepsi-deildinni. „Við ætlum ekki að fagna einu né neinu fyrr en úrvalsdeildarsætið verður í höfn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum. Fimm leikir fara fram í kvöld en viðureign Keflavíkur og KR er frestað vegna þátttöku síðarnefnda liðsins í Evrópudeild UEFA. KR er þó með fjögurra stiga forystu á næsta lið og missir því ekki toppsætið í kvöld. Þórður Þórðarson, þjálfari toppliðs ÍA í 1. deild karla, telur einmitt að fátt geti komið í veg fyrir að KR standi uppi sem Íslandsmeistari í haust. „Ég á ekki von á öðru en að KR, ÍBV og Valur verði áfram að berjast á toppnum eins og áður,“ sagði Þórður um framhaldið. „Mér sýnist að þessi lið séu sterkustu lið deildarinnar þegar á heildina er litið. Ég tel einnig að það sé ekkert lið sterkara en KR í dag og býst við að KR-ingar muni sigla titlinum í höfn í haust.“ Erfitt hjá ÍBV í ÁrbænumValur mætir Grindavík á heimavelli í kvöld en ÍBV mætir Fylki í Árbænum. Þórður reiknar með Valssigri en segir verkefni ÍBV erfiðara. „Gallinn við Fylkismenn er hversu óstöðugir þeir hafa verið en þeir hafa verið sterkir í síðustu leikjum,“ sagði Þórður. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturum FH í kvöld en hvorugt lið hefur náð sér almennilega á strik í sumar. FH er í fjórða sæti en Blikar í því áttunda. „Bæði lið þurfa þrjú stig til að halda sér í efri hluta deildarinnar – sérstaklega Blikar. Ég á ekki von á að þeir muni blanda sér í baráttu efstu fimm liða deildarinnar ef þeir tapa í kvöld,“ segir Þórður en gengi Blika í sumar hefur komið honum á óvart. „Breiðablik átti gott tímabil í fyrra og ég hélt að liðið myndi ná að fylgja því eftir.“ Láta frekar verkin talaStjörnumenn hafa að sama skapi staðið sig betur en Þórður reiknaði með fyrir tímabilið en liðið er nú í fimmta sætinu og mætir lánlausum Víkingum í kvöld. Víkingar eru í fallsæti eins og er og töpuðu í síðasta leik fyrir hinum nýliðunum, Þór, með sex mörkum gegn einu. Var það fyrsti leikur Bjarnólfs Lárussonar með liðið eftir að skipt var um þjálfara. „Bjarnólfur sagði fyrir þann leik að það yrðu miklar breytingar á sínu liði strax í fyrsta leik. Helsta breytingin var hversu mörg mörk Víkingar fengu á sig. Mér finnst hann hafa verið full yfirlýsingaglaður og fengið sín ummæli í bakið. Það eru ekki traustvekjandi vinnubrögð og sendir slæm skilaboð til leikmanna. Oft er betra að láta verkin tala,“ sagði Þórður. Þorvaldur mun bjarga FramFram er í botnsæti deildarinnar og mætir einmitt Þór í kvöld. Þórður hefur meiri trú á að Fram muni bjarga sér en Víkingur. „Ég þekki það sjálfur að Þorvaldur (Örlygsson) er góður þjálfari og tel að hann muni ná að bjarga liðinu frá falli. Það mun þó velta að stórum hluta á þessum leik. Þórsarar hafa þó verið á góðum skriði að undanförnu og ef þeir ætla sér að verða alvörulið verða þeir að halda áfram á þeirri siglingu.“ Værum um miðja efstu deildSkagamenn hafa sýnt ótrúlega yfirburði í fyrstu deildinni í sumar og eru með sextán stiga forystu á liðið í þriðja sæti. Þórður telur að sínir menn myndu spjara sig ágætlega í Pepsi-deildinni í ár. „Ég tel að ÍA væri miðlungslið í deildinni í dag. Við erum skrefi á eftir bestu liðunum en gætum siglt nokkuð lygnan sjó um miðja deild miðað við spilamennsku okkar í sumar,“ segir Þórður en bendir á að Skagamenn séu langt því frá byrjaðir að hugsa um líf í Pepsi-deildinni. „Við ætlum ekki að fagna einu né neinu fyrr en úrvalsdeildarsætið verður í höfn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn