Þórður Þórðarson: Hef meiri trú á Fram en Víkingi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2011 08:00 Atli Viðar Björnsson, FH, og Blikinn Kristinn Jónsson í fyrri leik liðanna í sumar. Fréttablaðið/vilhelm Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum. Fimm leikir fara fram í kvöld en viðureign Keflavíkur og KR er frestað vegna þátttöku síðarnefnda liðsins í Evrópudeild UEFA. KR er þó með fjögurra stiga forystu á næsta lið og missir því ekki toppsætið í kvöld. Þórður Þórðarson, þjálfari toppliðs ÍA í 1. deild karla, telur einmitt að fátt geti komið í veg fyrir að KR standi uppi sem Íslandsmeistari í haust. „Ég á ekki von á öðru en að KR, ÍBV og Valur verði áfram að berjast á toppnum eins og áður,“ sagði Þórður um framhaldið. „Mér sýnist að þessi lið séu sterkustu lið deildarinnar þegar á heildina er litið. Ég tel einnig að það sé ekkert lið sterkara en KR í dag og býst við að KR-ingar muni sigla titlinum í höfn í haust.“ Erfitt hjá ÍBV í ÁrbænumValur mætir Grindavík á heimavelli í kvöld en ÍBV mætir Fylki í Árbænum. Þórður reiknar með Valssigri en segir verkefni ÍBV erfiðara. „Gallinn við Fylkismenn er hversu óstöðugir þeir hafa verið en þeir hafa verið sterkir í síðustu leikjum,“ sagði Þórður. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturum FH í kvöld en hvorugt lið hefur náð sér almennilega á strik í sumar. FH er í fjórða sæti en Blikar í því áttunda. „Bæði lið þurfa þrjú stig til að halda sér í efri hluta deildarinnar – sérstaklega Blikar. Ég á ekki von á að þeir muni blanda sér í baráttu efstu fimm liða deildarinnar ef þeir tapa í kvöld,“ segir Þórður en gengi Blika í sumar hefur komið honum á óvart. „Breiðablik átti gott tímabil í fyrra og ég hélt að liðið myndi ná að fylgja því eftir.“ Láta frekar verkin talaStjörnumenn hafa að sama skapi staðið sig betur en Þórður reiknaði með fyrir tímabilið en liðið er nú í fimmta sætinu og mætir lánlausum Víkingum í kvöld. Víkingar eru í fallsæti eins og er og töpuðu í síðasta leik fyrir hinum nýliðunum, Þór, með sex mörkum gegn einu. Var það fyrsti leikur Bjarnólfs Lárussonar með liðið eftir að skipt var um þjálfara. „Bjarnólfur sagði fyrir þann leik að það yrðu miklar breytingar á sínu liði strax í fyrsta leik. Helsta breytingin var hversu mörg mörk Víkingar fengu á sig. Mér finnst hann hafa verið full yfirlýsingaglaður og fengið sín ummæli í bakið. Það eru ekki traustvekjandi vinnubrögð og sendir slæm skilaboð til leikmanna. Oft er betra að láta verkin tala,“ sagði Þórður. Þorvaldur mun bjarga FramFram er í botnsæti deildarinnar og mætir einmitt Þór í kvöld. Þórður hefur meiri trú á að Fram muni bjarga sér en Víkingur. „Ég þekki það sjálfur að Þorvaldur (Örlygsson) er góður þjálfari og tel að hann muni ná að bjarga liðinu frá falli. Það mun þó velta að stórum hluta á þessum leik. Þórsarar hafa þó verið á góðum skriði að undanförnu og ef þeir ætla sér að verða alvörulið verða þeir að halda áfram á þeirri siglingu.“ Værum um miðja efstu deildSkagamenn hafa sýnt ótrúlega yfirburði í fyrstu deildinni í sumar og eru með sextán stiga forystu á liðið í þriðja sæti. Þórður telur að sínir menn myndu spjara sig ágætlega í Pepsi-deildinni í ár. „Ég tel að ÍA væri miðlungslið í deildinni í dag. Við erum skrefi á eftir bestu liðunum en gætum siglt nokkuð lygnan sjó um miðja deild miðað við spilamennsku okkar í sumar,“ segir Þórður en bendir á að Skagamenn séu langt því frá byrjaðir að hugsa um líf í Pepsi-deildinni. „Við ætlum ekki að fagna einu né neinu fyrr en úrvalsdeildarsætið verður í höfn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum. Fimm leikir fara fram í kvöld en viðureign Keflavíkur og KR er frestað vegna þátttöku síðarnefnda liðsins í Evrópudeild UEFA. KR er þó með fjögurra stiga forystu á næsta lið og missir því ekki toppsætið í kvöld. Þórður Þórðarson, þjálfari toppliðs ÍA í 1. deild karla, telur einmitt að fátt geti komið í veg fyrir að KR standi uppi sem Íslandsmeistari í haust. „Ég á ekki von á öðru en að KR, ÍBV og Valur verði áfram að berjast á toppnum eins og áður,“ sagði Þórður um framhaldið. „Mér sýnist að þessi lið séu sterkustu lið deildarinnar þegar á heildina er litið. Ég tel einnig að það sé ekkert lið sterkara en KR í dag og býst við að KR-ingar muni sigla titlinum í höfn í haust.“ Erfitt hjá ÍBV í ÁrbænumValur mætir Grindavík á heimavelli í kvöld en ÍBV mætir Fylki í Árbænum. Þórður reiknar með Valssigri en segir verkefni ÍBV erfiðara. „Gallinn við Fylkismenn er hversu óstöðugir þeir hafa verið en þeir hafa verið sterkir í síðustu leikjum,“ sagði Þórður. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturum FH í kvöld en hvorugt lið hefur náð sér almennilega á strik í sumar. FH er í fjórða sæti en Blikar í því áttunda. „Bæði lið þurfa þrjú stig til að halda sér í efri hluta deildarinnar – sérstaklega Blikar. Ég á ekki von á að þeir muni blanda sér í baráttu efstu fimm liða deildarinnar ef þeir tapa í kvöld,“ segir Þórður en gengi Blika í sumar hefur komið honum á óvart. „Breiðablik átti gott tímabil í fyrra og ég hélt að liðið myndi ná að fylgja því eftir.“ Láta frekar verkin talaStjörnumenn hafa að sama skapi staðið sig betur en Þórður reiknaði með fyrir tímabilið en liðið er nú í fimmta sætinu og mætir lánlausum Víkingum í kvöld. Víkingar eru í fallsæti eins og er og töpuðu í síðasta leik fyrir hinum nýliðunum, Þór, með sex mörkum gegn einu. Var það fyrsti leikur Bjarnólfs Lárussonar með liðið eftir að skipt var um þjálfara. „Bjarnólfur sagði fyrir þann leik að það yrðu miklar breytingar á sínu liði strax í fyrsta leik. Helsta breytingin var hversu mörg mörk Víkingar fengu á sig. Mér finnst hann hafa verið full yfirlýsingaglaður og fengið sín ummæli í bakið. Það eru ekki traustvekjandi vinnubrögð og sendir slæm skilaboð til leikmanna. Oft er betra að láta verkin tala,“ sagði Þórður. Þorvaldur mun bjarga FramFram er í botnsæti deildarinnar og mætir einmitt Þór í kvöld. Þórður hefur meiri trú á að Fram muni bjarga sér en Víkingur. „Ég þekki það sjálfur að Þorvaldur (Örlygsson) er góður þjálfari og tel að hann muni ná að bjarga liðinu frá falli. Það mun þó velta að stórum hluta á þessum leik. Þórsarar hafa þó verið á góðum skriði að undanförnu og ef þeir ætla sér að verða alvörulið verða þeir að halda áfram á þeirri siglingu.“ Værum um miðja efstu deildSkagamenn hafa sýnt ótrúlega yfirburði í fyrstu deildinni í sumar og eru með sextán stiga forystu á liðið í þriðja sæti. Þórður telur að sínir menn myndu spjara sig ágætlega í Pepsi-deildinni í ár. „Ég tel að ÍA væri miðlungslið í deildinni í dag. Við erum skrefi á eftir bestu liðunum en gætum siglt nokkuð lygnan sjó um miðja deild miðað við spilamennsku okkar í sumar,“ segir Þórður en bendir á að Skagamenn séu langt því frá byrjaðir að hugsa um líf í Pepsi-deildinni. „Við ætlum ekki að fagna einu né neinu fyrr en úrvalsdeildarsætið verður í höfn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira