Erlent

Hubble finnur vísbendingar um lífshvata á Plútó

Hubble-geimsjónaukinn
Hubble-geimsjónaukinn mynd/NASA

Hubble-geimsjónaukinn hefur fundið vísbendingar um flóknar kolvatnsefnis sameindir á yfirborði Plútó. Sameindin var nauðsynlegur efnahvati þegar líf myndaðist fyrst á jörðinni.



Litrófssjá sjónaukans greindi dempaða birtu frá útfjólubláu ljósi en það gefur til kynna að kolvatnsefni séu til staðar á plánetunni.



Talið er að efnið hafi myndast þegar sólarljós eða geimgeislar hafi blandast við efni sem finna má í ísbreiðum plánetunnar.



Talið er að kolvatnsefni beri ábyrgð á rauðum litblæ Plútó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×