Erlent

Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum

Hinn 69 ára gamli Adolf B fyrir utan réttarsalinn í dag.
Hinn 69 ára gamli Adolf B fyrir utan réttarsalinn í dag. mynd/AFP

Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn.

Nauðganirnar eru sagðar hafa átt sér stað á 30 ára tímabili. Maðurinn er einnig sakaður um að hafa misþyrmt eiginkonu sinni.

Þýskir fjölmiðlar hafa lýst manninum sem þýskri útgáfu af hinum austuríska Josef Fritzl.

Rétt eins og Fritzl hefur Adolf B viðurkennt að hafa átt samræði við dóttur sína en hann þvertekur fyrir að hafa nauðgað henni.

Dóttir hans er nú 46 ára gömul. Hún segir að faðir sinn hafi nauðgað sér frá tólf ára aldri. Hún eignaðist þrjú börn í kjölfarið.

Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í kjallara um áratuga skeið. Hún eignaðist sjö börn eftir föður sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×