Enski boltinn

Rætt við Evra um ásakanirnar í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska blaðið The Guardian greinir frá því að fulltrúar enska knattspyrnusambandsins munu í dag hitta Patrice Evra, leikmanna Manchester United, og ræða við hann um ásakanirnar á hendur Luis Suarez, leikmann Liverpool.

Eftir leik liðanna um síðustu helgi sakaði Evra Suarez um að hafa beitt sig ítrekað kynþáttaníði í leiknum. Því hefur Suarez staðfastlega neitað en báðir leikmenn njóta stuðnings félaga sinna í málinu.

Það virðist þó sífellt ólíklegra að Suarez verði kærður fyrir meint brot, að því sem kemur fram í frétt The Guardian. Orð standa gegn orði og Evra verður helst að finna vitni sem styðja frásögn hans.

Það vinnur einnig gegn Evra að hann kvartaði ekki undan framkomu Suarez við Andre Mariner, dómara, á meðan leiknum stóð. Hann vakti fyrst máls á þessu í viðtali við franska sjónvarpsstöð eftir leikinn.

Suarez fór einnig með knattspyrnustjóranum Sir Alex Ferguson á fund Mariner stuttu síðar og var greint frá því í leikskýrslu þess síðastnefnda.

Það er einnig talið líklegt að enska sambandið muni ekki yfirheyra Suarez vegna málsins, ef það eru engin vitni sem geta stutt staðhæfingar Evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×