Erlent

Minnsta kona í heimi 69 sentimetrar

Bridgette ásamt bróður sínum Brad, en samtals eru þau 167 sentimetrar á hæð.
Bridgette ásamt bróður sínum Brad, en samtals eru þau 167 sentimetrar á hæð.
Bridgette Jordan tuttugu og tveggja ára gömul kona frá Illinois í Bandaríkjunum var á dögunum útnefnd minnsta kona í heimi af heimsmetabók Guinness. Jordan er um 69 sentimetrar á hæð.

Þegar hún tók við viðurkenningunni sagði hún að það frábæra tilfinningu að vera smávaxin. Allir ættu að vera öryggir með sjálfa sig burt séð frá því hversu hár viðkomandi væri.

Auk þess að vera minnsta kona í heimi, er hún og bróðir hennar, sem er tvítugur, einnig minnstu systkini í heiminum, en hann er 98 sentimetrar á hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×