Erlent

Hitler ekki lengur heiðursborgari

Adolf Hitler
Adolf Hitler Mynd/AP
Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans.

Hitler hefur nú verið skilgreindur sem Persona non grata eða óæskileg manneskja í fæðingarbæ sínum eftir að borgarráðið samþykkti einróma að draga titil hans til baka, sem honum þó tókst að halda í 78 ár.

Einræðisherrann austurríski fæddist í rauninni í smábænum Ranshofen sem liggur við hlið Braunau og það var þar sem hann var gerður heiðursborgari árið 1933. Smábærinn varð hinsvegar seinna hluti af Braunau, og er Braunau því almennt viðurkenndur sem fæðingarstaður Hitlers.

Sagnfræðingar sögðust ekki vissir hvort titillinn hefði færst yfir á Braunau við sameininguna en borgarráðið ákvað að vissara væri að afturkalla hann til öryggis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×