Íslenski boltinn

Umfjöllun: KR-ingar geta þakkað Tryggva fyrir stigið

Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar
Rautt spald Tryggva Sveins Bjarnasonar hálftíma fyrir leikslok var vendipunkturinn í 1-1 jafntefli Stjörnunnar og KR í Garðabænum í kvöld. Marki yfir tók Tryggvi slæma ákvörðun sem kom hans fyrrum félögum í Vesturbænum til góða.

 

Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik blésu Stjörnumenn, með vindinn í bakið, til sóknar í seinni hálfleik. Pressan skilaði sér í glæsilegu marki Jespers Holdt Jensen og staða Stjörnumanna góð. Þeir hefðu getað bætt við marki þegar Hannes Þór Halldórsson varði langskot Garðars Jóhannssonar utan af velli með miklum tilþrifum.

Þegar hálftími var til leiksloka tóku áhorfendur andköf þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason lék á hvern KR-inginn á fætur öðrum með glæsilegum tilþrifum. Því miður fyrir Tryggva missti hann boltann frá sér og tilraun hans til að ná boltanum aftur var háskaleg. Seinna gula spjald hans í leiknum og Stjörnumenn manni færri.

Skömmu síðar fór Garðar Jóhannsson meiddur af velli og vonandi fyrir Garðbæinga að meiðsli hans séu ekki alvarleg.

KR-ingar voru fljótir að nýta sér liðsmuninnn. Óskar Örn átti flotta sendingu á kollinn á varamanninum Gunnari Erni Jónssyni sem skallaði knöttinn þvert á Kjartan Henry sem skoraði fínt skallamark.

 

KR-ingar réðu lögum og lofum það sem eftir lifði leiks án þess að skapa sér færi. Kjartan Henry fékk þeirra skásta færi en afar slakt skot hans skapaði engin vandamál fyrir Magnús í marki Stjörnumanna.

 

Stjörnumenn börðust fyrir stiginu, fóru reyndar nokkrir í bókina hjá Magnúsi dómara, en uppskáru sanngjarnt stig.

KR er ósigrað að loknum fimm leikjum en naga sig eflaust í handarbökin að hafa ekki nýtt sér liðsmuninn betur. Stjörnumenn eru ósigraðir í fjórum leikjum og halda áfram að koma á óvart.

Tölfræðin úr leiknumStjarnan-KR 1-1

1-0 Jesper Holdt Jensen (50.)

1-1 Kjartan Henry Finnbogason (68.)

Tryggvi Sveinn Bjarnason rautt spjald (62.)

Áhorfendur: 921

Dómari: Magnús Þórisson 7

Skot (á mark): 8-7 (4-3)

Varin skot: Magnús 2 – Hannes Þór 2

Horn: 7-8

Aukaspyrnur fengnar: 13-11

Rangstöður: 4-2

Stjarnan (4-3-3)

Magnús Karl Pétursson 6

Baldvin Sturluson 5

(90. Aron Grétar Jafetsson)

Tryggvi Sveinn Bjarnason 4

Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 6

Hörður Árnason 6

Daníel Laxdal 7

Þorvaldur Árnason 5

Jesper Holdt Jensen 7*maður leiksins

Jóhann Laxdal 6

Halldór Orri Björnsson 5

Garðar Jóhannsson 5

(64. Björn Pálsson 5 )

KR (4-3-3)

Hannes Þór Halldórsson 7

Dofri Snorrason 6

Skúli Jón Friðgeirsson 5

Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5

Guðmundur Reynir Gunnarsson 6

Ásgeir Örn Ólafsson 6

Bjarni Eggerts Guðjónsson 6

Viktor Bjarki Arnarsson 5

(64. Gunnar Örn Jónsson 5)

Kjartan Henry Finnbogason 6

Óskar Örn Hauksson 5

Guðjón Baldvinsson 4

(64. Baldur Sigurðsson 5)


Tengdar fréttir

Daníel Laxdal: Veit ekki einu sinni hvort hinir voru mættir

Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var sáttur við jafnteflið í leikslok. "Við áttum klárlega að taka þessi þrjú stig. En það var svolítið erfitt eftir að við urðum manni færi, þá sóttu þeir stíft og þá var jafntefli kannski ágætt úr því sem var komið.“

Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig

Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok." Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×