Íslenski boltinn

Daníel Laxdal: Veit ekki einu sinni hvort hinir voru mættir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var sáttur við jafnteflið í leikslok. „Við áttum klárlega að taka þessi þrjú stig. En það var svolítið erfitt eftir að við urðum manni færi, þá sóttu þeir stíft og þá var jafntefli kannski ágætt úr því sem var komið."

Stjörnumenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik með vindinn í bakið.

„Þetta var jafnt í fyrri hálfleik en svo komum við mjög grimmir til leiks í seinni hálfleik. Við sýndum að þú kemur ekkert hingað og tekur eitthvað."

Daníel var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna og Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnumanna.

„Gífurleg barátta í okkar mönnum, menn að berjast með hjartanu. Silfurskeiðin hvatti okkur til dáða."

Aðspurður hvort honum hefði fundist Silfurskeiðin hafa haft betur í stúkunni sagði Daníel:

„Já, ég veit ekki einu sinni hvort hinir voru mættir. Ég heyrði bara í Silfurskeiðinni."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: KR-ingar geta þakkað Tryggva fyrir stigið

Rautt spald Tryggva Sveins Bjarnasonar hálftíma fyrir leikslok var vendipunkturinn í 1-1 jafntefli Stjörnunnar og KR í Garðabænum í kvöld. Marki yfir tók Tryggvi slæma ákvörðun sem kom hans fyrrum félögum í Vesturbænum til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×