Erlent

Geislavirkt kranavatn í Tókíó

Heilbrigðisyfirvöld í Tókíó vara nú við því að geislamengun í kranavatni borgarinnar sé svo mikil að ungabörn megi alls ekki drekka það. Sumstaðar í borginni er mengunin tvöföld á við það sem eðlilegt getur talist.

Þá hefur verið sett bann við dreifingu á matvöru sem upprunin er á Fukushima svæðinu, þar sem enn er barist við að kæla kjarnakljúfa sem fóru illa í jarðskjálftanum á dögunum. Yfirvöld árétta að engin hætta sé fyrir fullorðið fólk að drekka vatnið en að ungabörn verði að forðast það.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×