Erlent

Tíu þúsund látnir í Japan - sautján þúsund saknað

Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan og flóðbylgjuna sem kom á eftir er nú komin yfir tíu þúsund. Rúmlega sautján þúsund manns er enn saknað og tæplega þrjú þúsund manns liggja slasaðir á sjúkrahúsum landsins.

Mörg hundruð þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og er farið að gæta matar- og vatnsskorts á sumum svæðum. Starfið heldur áfram í Fukushima kjarnorkuverinu þar sem menn berjast við að hemja geislamengun frá kjarnakljúfum.

Tveir starfsmenn voru fluttir á spítala í gær eftir að hafa orðið fyrir mikilli geislun við vinnu sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×