Torres: Ríkti ringulreið í Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 14:45 Nordic Photos / Getty Images Fernando Torres segir að það hafi ríkt ringulreið hjá Liverpool þegar félagið skipti um eigendur í október síðastliðnum. Það hafi breytt öllu. Mikið var fjallað um söluna á sínum tíma þegar að bandaríska eignarhaldsfélagið New England Sports Ventures keypti félagið eftir hatramma baráttu við fyrrum eigendur, Tom Hicks og George Gillett, sem vildu ekki selja félagið nema fyrir uppsett verð. Þeir Hicks og Gillett voru hins vegar búnir að skipa Martin Broughton sem stjórnarformann félagsins sem átti að sjá um sölu félagsins í samstarfi við helstu lánadrottna. Broughton tókst að keyra söluna í gegn en litlu mátti muna þar sem félagið var aðeins örfáum dögum frá því að lenda í greiðslustöðvun. Málið fór fyrir dómstóla bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum en á endanum var fullgengið frá sölunni til NESV, sem heitir í dag Fenway Sports Group. Allt þetta tók sinn toll hjá Torres. Hann vissi að félagið myndi þurfa tíma til að byggja upp nýtt lið en hann vildi frekar spila með liði sem hefði getu til að berjast um alla titla. „Ég vissi vel að ég var átrúnaðargoð hjá stuðningsmönnunum en þetta var bara ekki eins lengur," sagði Torres við spænska fjölmiðla í dag. „Það ríkti algjör ringulreið hjá félaginu vegna sölunnar. Þetta minnti mig á mitt gamla félag, Atletico Madrid. Það er félag með frábæra sögu en þurfti bæði pening og tíma til að byggja upp nýtt lið. Ég hafði ekki þann tíma." „Fólk í heimi knattspyrnunnar er ekki heiðarlegt. Maður getur aldrei sagt öllum allan sannleikann því þetta er harður heimur sem er stýrt af viðskiptalögmálum. Þar eru engir vinir." Hann segir að sér líði betur hjá Chelsea en hjá Liverpool. „Félagið hefur sýnt að það er með hágæða leikmenn í hverri stöðu og getur verið með samkeppnishæft lið í hvaða keppni sem er. Liðið er líka með eiganda sem getur lagt pening í félagið þegar þess gerist þörf." „Samskipti leikmanna eru líka persónulegri en þau voru á milli leikmanna hjá Liverpool. Það var allt svo alvarlegt þar. Hér er stemningin létt og góð og strákarnir eru duglegir að skiptast á skotum. Það þarf heldur enginn að sanna neitt fyrir öðrum, það er bara gert ráð fyrir því að þú hagir þér á fagmannlegan máta." Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Fernando Torres segir að það hafi ríkt ringulreið hjá Liverpool þegar félagið skipti um eigendur í október síðastliðnum. Það hafi breytt öllu. Mikið var fjallað um söluna á sínum tíma þegar að bandaríska eignarhaldsfélagið New England Sports Ventures keypti félagið eftir hatramma baráttu við fyrrum eigendur, Tom Hicks og George Gillett, sem vildu ekki selja félagið nema fyrir uppsett verð. Þeir Hicks og Gillett voru hins vegar búnir að skipa Martin Broughton sem stjórnarformann félagsins sem átti að sjá um sölu félagsins í samstarfi við helstu lánadrottna. Broughton tókst að keyra söluna í gegn en litlu mátti muna þar sem félagið var aðeins örfáum dögum frá því að lenda í greiðslustöðvun. Málið fór fyrir dómstóla bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum en á endanum var fullgengið frá sölunni til NESV, sem heitir í dag Fenway Sports Group. Allt þetta tók sinn toll hjá Torres. Hann vissi að félagið myndi þurfa tíma til að byggja upp nýtt lið en hann vildi frekar spila með liði sem hefði getu til að berjast um alla titla. „Ég vissi vel að ég var átrúnaðargoð hjá stuðningsmönnunum en þetta var bara ekki eins lengur," sagði Torres við spænska fjölmiðla í dag. „Það ríkti algjör ringulreið hjá félaginu vegna sölunnar. Þetta minnti mig á mitt gamla félag, Atletico Madrid. Það er félag með frábæra sögu en þurfti bæði pening og tíma til að byggja upp nýtt lið. Ég hafði ekki þann tíma." „Fólk í heimi knattspyrnunnar er ekki heiðarlegt. Maður getur aldrei sagt öllum allan sannleikann því þetta er harður heimur sem er stýrt af viðskiptalögmálum. Þar eru engir vinir." Hann segir að sér líði betur hjá Chelsea en hjá Liverpool. „Félagið hefur sýnt að það er með hágæða leikmenn í hverri stöðu og getur verið með samkeppnishæft lið í hvaða keppni sem er. Liðið er líka með eiganda sem getur lagt pening í félagið þegar þess gerist þörf." „Samskipti leikmanna eru líka persónulegri en þau voru á milli leikmanna hjá Liverpool. Það var allt svo alvarlegt þar. Hér er stemningin létt og góð og strákarnir eru duglegir að skiptast á skotum. Það þarf heldur enginn að sanna neitt fyrir öðrum, það er bara gert ráð fyrir því að þú hagir þér á fagmannlegan máta."
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira