Erlent

Öflug sprenging í japönsku kjarnorkuveri

Frá hamfarasvæðinu í Japan
Frá hamfarasvæðinu í Japan Mynd/AFP
Öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun sem talin er ógna öryggi landsins. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leki hafi komið þar upp.

Fjórir starfsmenn kjarnorkuversins slösuðust í sprengingunni en ekki er vitað hvað olli henni.

Í gær var sagt frá því að kælikerfi kjarnorkuversins hefði laskast í jarðskjálftanum.

Starfsmennirnir unnu að viðgerð á kælikerfinu þegar sprenging varð. Íbúar í grennd við kjarnorkuverið voru fluttir á brott í gær en fréttir af sprengingunni eru enn nokkuð óljósar.

Samkvæmt upplýsingum frá Sendiráði Íslands í Japan er nú búið að ná í 56 af þeim 60 íslendingum sem taldir eru vera á svæðinu. Starfsmenn Sendiráðsins voru að í alla nótt og ætla að halda áfram þar til búið er að ná í alla. Tala látinna fer hækkandi í kjölfar jarðskjálftans.

Nú er talið að minnst þrettán hundruð manns hafi týnt lífi í skjálftanum sem er sá fimmti stærsti í sögunni síðustu hundrað árin. Fylgst verður með gangi máli í fréttum okkar í dag og á Vísi.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×