Erlent

Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka

Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu.

Þetta gæti leitt til svokallaðar niðurbráðnunar í verinu sem hefði í för með sér ógnvænlegar afleiðingar. Hugsanlega munu geislavirk efni streyma út í andrúmsloftið í miklu magni.

Sökum sprengingarinnar sem varð í Fukushima í morgun og fréttarinnar um að kælikerfið hefði slegið út hafa tugir þúsunda íbúa Tókýó flúið úr borginni eða eru um það bil að gera slíkt.

Fréttamaður hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 segir að allir vegir út úr Tókýó séu nú fullir af ökutækjum og umferðarhnútar að myndast. Fukushima liggur í um 250 kílómetra fjarlægð norður af Tókýó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×