Erlent

Geislavarnir ríkisins: Ástandið alvarlegt í Fukushima

Fukushima, fyrri sprengingin.
Fukushima, fyrri sprengingin.
Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima, er enn alvarlegt, það hefur ekki tekist að koma á fullri kælingu og láta vatn þekja eldsneytisstangirnar. Þetta kemur fram í mati Geislavarna ríkisins.

Þar segir einnig að það sé mikilvægt að hafa í huga að umfang hugsanlegs slyss minnkar ört eftir því sem lengri tími líður frá því að slökkt var í kjarnakljúfunum á föstudaginn.

Fregnir bárust af því í morgun að kælikerfið við einn af þremur kjarnakljúfum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka.

Þetta getur leitt til svokallaðar niðurbráðnunar í verinu sem hefði í för með sér ógnvænlegar afleiðingar. Hugsanlega munu geislavirk efni streyma út í andrúmsloftið í miklu magni.

Sökum sprengingarinnar sem varð í Fukushima í morgun og fréttarinnar um að kælikerfið hefði slegið út hafa tugir þúsunda íbúa Tókýó flúið úr borginni eða eru um það bil að gera slíkt.

Geislavarnir ríkisins fylgjast grannt með stöðu mála. Mat þeirra er þó óbreytt frá því um helgina, en það er:

„Það er alvarlegt á meðan ekki hefur tekist til fulls að ná tökum á kælingu kjarnakljúfanna. Hins vegar er almennt ekki talin hætta á alvarlegri geislamengun umhverfis og fólki sem er statt í Japan er ráðlagt að fylgja leiðbeiningum þarlendra yfirvalda.“


Tengdar fréttir

Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka

Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu.

Óttast öfluga eftirskjálfta

Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter.

Önnur sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu

Önnur sprenging varð í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Talsmaður stjórnvalda segir að sjálfur kjarnakljúfurinn sé óskemmdur en að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×