Erlent

Önnur sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu

Önnur sprenging varð í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Talsmaður stjórnvalda segir að sjálfur kjarnakljúfurinn sé óskemmdur en að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu.

Fyrri sprengingin í kjarnorkuverinu varð á laugardag. Búið er að flytja 200.000 manns á brott frá svæðinu umhverfis kjarnorkuverið og um 160 manns hafa orðið fyrir geislun.

Sérfræðingar berjast nú við að koma stöðugleika á kjarnorkuverið í Fukushima en það getur tekið töluverðan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×