Óttast öfluga eftirskjálfta 14. mars 2011 01:00 Þessi mynd náðist af ferju sem hafði strandað á byggingu í borginni Otsuchi í Iwate í norðurhluta Japans. Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í Japan af völdum flóðbylgjunnar sem skall á landinu. Mynd/AP Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. Hamfarirnar í Japan eru mesta áfall sem dunið hefur á þjóðinni síðan í síðari heimsstyrjöld. Þetta sagði Naoto Kan, forsætisráðherra Japans í sjónvarpsávarpi í gær. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist vegna fljóðbylgjunnar sem gekk yfir Miyagi-svæðið í norðausturhluta landsins í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í kjarnorkuverinu í hafnarborginni Onagawa vegna geislunar sem mældist þar yfir hættumörkum. Rannsókn stóð yfir í gær á því hvaðan geislunin kom en þrír kjarnakljúfar versins eru ekki sagðir í hættu. Notaður var sjór til að kæla niður kjarnakljúf í öðru kjarnorkuveri í Fukushima Dai-ichi. Óttast var að sprenging gæti orðið í kljúfnum rétt eins og gerðist með annan kjarnakljúf í sama kjarnorkuveri á laugardag. Forsætisráðherrann Kan sagði að ástandið í kjarnorkuverinu væri mjög alvarlegt. Þar hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi vegna mikillar geislunar en nítján manns hafa orðið fyrir geislun. Fari svo að það mistakist að halda kjarnakljúfunum í Fukushima gangandi, það er að ekki takist að halda hitanum í skefjum, gætu úraníum og önnur hættuleg efni komist út í andrúmsloftið. Það gæti valdið miklu mengunarslysi. Ef það gerist telja sérfræðingar að skaðinn verði engu að síður mun minni en þegar kjarnorkuslysið í Tjernóbyl varð árið 1986 þegar kjarnakljúfur sprakk og mikil geislun barst um Evrópu. Víða er rafmagnslaust í Japan og hefur það haft áhrif á björgunarstarf. Yfir 180 þúsund manns hafa verið fluttir í burtu frá Miyagi í neyðarskýli, sem eru mörg hver án rafmagns. Ákveðið hefur verið að fjöldi hjálparstarfsmanna á svæðinu verði tvöfaldaður og fari upp í eitt hundrað þúsund. Að minnsta kosti 1,4 milljónir heimila í Japan hafa verið án vatns síðan jarðskjálftinn reið yfir og rafmagnslaust er á um 1,9 milljónum heimila. „Ástandið í landinu vegna jarðskjálftans, flóðbylgjunnar og kjarnorkuveranna er að mörgu leyti það alvarlegasta í landinu í 65 ár, eða frá síðari heimsstyrjöldinni," sagði forsætisráðherrann Kan. -fb Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. Hamfarirnar í Japan eru mesta áfall sem dunið hefur á þjóðinni síðan í síðari heimsstyrjöld. Þetta sagði Naoto Kan, forsætisráðherra Japans í sjónvarpsávarpi í gær. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist vegna fljóðbylgjunnar sem gekk yfir Miyagi-svæðið í norðausturhluta landsins í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í kjarnorkuverinu í hafnarborginni Onagawa vegna geislunar sem mældist þar yfir hættumörkum. Rannsókn stóð yfir í gær á því hvaðan geislunin kom en þrír kjarnakljúfar versins eru ekki sagðir í hættu. Notaður var sjór til að kæla niður kjarnakljúf í öðru kjarnorkuveri í Fukushima Dai-ichi. Óttast var að sprenging gæti orðið í kljúfnum rétt eins og gerðist með annan kjarnakljúf í sama kjarnorkuveri á laugardag. Forsætisráðherrann Kan sagði að ástandið í kjarnorkuverinu væri mjög alvarlegt. Þar hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi vegna mikillar geislunar en nítján manns hafa orðið fyrir geislun. Fari svo að það mistakist að halda kjarnakljúfunum í Fukushima gangandi, það er að ekki takist að halda hitanum í skefjum, gætu úraníum og önnur hættuleg efni komist út í andrúmsloftið. Það gæti valdið miklu mengunarslysi. Ef það gerist telja sérfræðingar að skaðinn verði engu að síður mun minni en þegar kjarnorkuslysið í Tjernóbyl varð árið 1986 þegar kjarnakljúfur sprakk og mikil geislun barst um Evrópu. Víða er rafmagnslaust í Japan og hefur það haft áhrif á björgunarstarf. Yfir 180 þúsund manns hafa verið fluttir í burtu frá Miyagi í neyðarskýli, sem eru mörg hver án rafmagns. Ákveðið hefur verið að fjöldi hjálparstarfsmanna á svæðinu verði tvöfaldaður og fari upp í eitt hundrað þúsund. Að minnsta kosti 1,4 milljónir heimila í Japan hafa verið án vatns síðan jarðskjálftinn reið yfir og rafmagnslaust er á um 1,9 milljónum heimila. „Ástandið í landinu vegna jarðskjálftans, flóðbylgjunnar og kjarnorkuveranna er að mörgu leyti það alvarlegasta í landinu í 65 ár, eða frá síðari heimsstyrjöldinni," sagði forsætisráðherrann Kan. -fb
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira