Óttast öfluga eftirskjálfta 14. mars 2011 01:00 Þessi mynd náðist af ferju sem hafði strandað á byggingu í borginni Otsuchi í Iwate í norðurhluta Japans. Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í Japan af völdum flóðbylgjunnar sem skall á landinu. Mynd/AP Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. Hamfarirnar í Japan eru mesta áfall sem dunið hefur á þjóðinni síðan í síðari heimsstyrjöld. Þetta sagði Naoto Kan, forsætisráðherra Japans í sjónvarpsávarpi í gær. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist vegna fljóðbylgjunnar sem gekk yfir Miyagi-svæðið í norðausturhluta landsins í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í kjarnorkuverinu í hafnarborginni Onagawa vegna geislunar sem mældist þar yfir hættumörkum. Rannsókn stóð yfir í gær á því hvaðan geislunin kom en þrír kjarnakljúfar versins eru ekki sagðir í hættu. Notaður var sjór til að kæla niður kjarnakljúf í öðru kjarnorkuveri í Fukushima Dai-ichi. Óttast var að sprenging gæti orðið í kljúfnum rétt eins og gerðist með annan kjarnakljúf í sama kjarnorkuveri á laugardag. Forsætisráðherrann Kan sagði að ástandið í kjarnorkuverinu væri mjög alvarlegt. Þar hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi vegna mikillar geislunar en nítján manns hafa orðið fyrir geislun. Fari svo að það mistakist að halda kjarnakljúfunum í Fukushima gangandi, það er að ekki takist að halda hitanum í skefjum, gætu úraníum og önnur hættuleg efni komist út í andrúmsloftið. Það gæti valdið miklu mengunarslysi. Ef það gerist telja sérfræðingar að skaðinn verði engu að síður mun minni en þegar kjarnorkuslysið í Tjernóbyl varð árið 1986 þegar kjarnakljúfur sprakk og mikil geislun barst um Evrópu. Víða er rafmagnslaust í Japan og hefur það haft áhrif á björgunarstarf. Yfir 180 þúsund manns hafa verið fluttir í burtu frá Miyagi í neyðarskýli, sem eru mörg hver án rafmagns. Ákveðið hefur verið að fjöldi hjálparstarfsmanna á svæðinu verði tvöfaldaður og fari upp í eitt hundrað þúsund. Að minnsta kosti 1,4 milljónir heimila í Japan hafa verið án vatns síðan jarðskjálftinn reið yfir og rafmagnslaust er á um 1,9 milljónum heimila. „Ástandið í landinu vegna jarðskjálftans, flóðbylgjunnar og kjarnorkuveranna er að mörgu leyti það alvarlegasta í landinu í 65 ár, eða frá síðari heimsstyrjöldinni," sagði forsætisráðherrann Kan. -fb Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. Hamfarirnar í Japan eru mesta áfall sem dunið hefur á þjóðinni síðan í síðari heimsstyrjöld. Þetta sagði Naoto Kan, forsætisráðherra Japans í sjónvarpsávarpi í gær. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist vegna fljóðbylgjunnar sem gekk yfir Miyagi-svæðið í norðausturhluta landsins í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í kjarnorkuverinu í hafnarborginni Onagawa vegna geislunar sem mældist þar yfir hættumörkum. Rannsókn stóð yfir í gær á því hvaðan geislunin kom en þrír kjarnakljúfar versins eru ekki sagðir í hættu. Notaður var sjór til að kæla niður kjarnakljúf í öðru kjarnorkuveri í Fukushima Dai-ichi. Óttast var að sprenging gæti orðið í kljúfnum rétt eins og gerðist með annan kjarnakljúf í sama kjarnorkuveri á laugardag. Forsætisráðherrann Kan sagði að ástandið í kjarnorkuverinu væri mjög alvarlegt. Þar hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi vegna mikillar geislunar en nítján manns hafa orðið fyrir geislun. Fari svo að það mistakist að halda kjarnakljúfunum í Fukushima gangandi, það er að ekki takist að halda hitanum í skefjum, gætu úraníum og önnur hættuleg efni komist út í andrúmsloftið. Það gæti valdið miklu mengunarslysi. Ef það gerist telja sérfræðingar að skaðinn verði engu að síður mun minni en þegar kjarnorkuslysið í Tjernóbyl varð árið 1986 þegar kjarnakljúfur sprakk og mikil geislun barst um Evrópu. Víða er rafmagnslaust í Japan og hefur það haft áhrif á björgunarstarf. Yfir 180 þúsund manns hafa verið fluttir í burtu frá Miyagi í neyðarskýli, sem eru mörg hver án rafmagns. Ákveðið hefur verið að fjöldi hjálparstarfsmanna á svæðinu verði tvöfaldaður og fari upp í eitt hundrað þúsund. Að minnsta kosti 1,4 milljónir heimila í Japan hafa verið án vatns síðan jarðskjálftinn reið yfir og rafmagnslaust er á um 1,9 milljónum heimila. „Ástandið í landinu vegna jarðskjálftans, flóðbylgjunnar og kjarnorkuveranna er að mörgu leyti það alvarlegasta í landinu í 65 ár, eða frá síðari heimsstyrjöldinni," sagði forsætisráðherrann Kan. -fb
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira