Erlent

Kjarnorkuslys í uppsiglingu: Þetta er það sem getur gerst

Eyðileggingin sem jarðskjálftinn og flóðbylgjan í Japan höfðu í för með sér er sífellt að koma betur í ljós.

Í Japan eru 55 kjarnorkuver á 17 mismunandi stöðum í landinu. Margir hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu í Fukushima. Þar hafa tvær sprengingar orðið, nú síðast í morgun, og óttast er að stórslys sé þar í uppsiglingu.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Andri Ólafsson fréttamaður atburðarásina sem leiddi til sprenginganna í kjarnaofnunum í Fukushima og það sem getur mögulega gerst í framhaldinu. Hægt er að horfa á fréttina hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×