Erlent

Þriðja sprengingin í kjarnorkuverinu í Fukushima í kvöld

Athugið að myndin er frá fyrstu sprengingunni.
Athugið að myndin er frá fyrstu sprengingunni.
Sprenging heyrðist í kjarnorkuverinu í Fukushima í kvöld samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að sérfræðingar hafi verið að reyna að ná tökum á kjarnaofni númer tvö. Verið er að kæla hann með sjó en mikil hætta er á sprengingum vegna þessa.

Samkvæmt fréttastofu CNN varð sprengingin í kjarnarofni númer tvö.

Japönsk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu sprenginguna, sem er sú þriðja síðan jarðskjálftinn reið yfir á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka

Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu.

Óttast öfluga eftirskjálfta

Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter.

Íslendingum ráðið frá ferðalögum til Japan

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan að svo stöddu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir ennfremur að Íslendingum í Japan sé ráðlagt að forðast ferðalög til svæða í næsta nágrenni við Fukushima kjarnorkuverið.

Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist

Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum.

Geislavarnir ríkisins: Ástandið alvarlegt í Fukushima

Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima, er enn alvarlegt, það hefur ekki tekist að koma á fullri kælingu og láta vatn þekja eldsneytisstangirnar. Þetta kemur fram í mati Geislavarna ríkisins.

Önnur sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu

Önnur sprenging varð í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Talsmaður stjórnvalda segir að sjálfur kjarnakljúfurinn sé óskemmdur en að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu.

Kjarnorkuslys í uppsiglingu: Þetta er það sem getur gerst

Í Japan eru 55 kjarnorkuver á 17 mismunandi stöðum í landinu. Margir hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu í Fukushima. Þar hafa tvær sprengingar orðið, nú síðast í morgun, og óttast er að stórslys sé þar í uppsiglingu.

Fjórða áfallið í Japan: Eldgos í suðvesturhluta landsins

Eldgos varð í fjallinu Shinmoedake í Japan í gær og truflar flugsamgöngur. Fjallið er í suðvesturhluta Japans, á Kyushu eyjunni, sem er talsvert frá hamfarasvæðunum í Japan, þar sem flóðbylgjur hafa skilið eftir sig ótrúlega slóð eyðileggingar með þeim afleiðingum að 15 þúsund manns er saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×