Erlent

Harður eftirskjálfti mældist sex stig

Harður eftirskjálfti reið yfir austurhluta Japans eftir hádegi í dag. Skjálftinn mældist sex stig og er einn sá stærsti sem riðið hefur yfir frá því stóri skjálftinn kom á föstudaginn var. Sá skjálfti mældist níu stig.

Eftirskjálftinn fannst greinilega í höfuðaborginni Tókíó þar sem byggingar sveifluðust til. Engar fregnir hafa þó borist af skemmdum eða manntjóni í skjálftanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×