Erlent

Auknar aðgerðir til að kæla Fukushima kjarnorkuverið

Japönsk stjórnvöld hafa aukið mjög aðgerðir sínar til að kæla niður kjarnakjúfana í Fukushima kjarnorkuverinu. Stórar Chinook herþyrlur eru nú notaðar til að hella vatni yfir kjarnorkuverið en hver þeirra getur borið 7.000 lítra af vatni.

Geislavirknin er svo mikil yfir kjarnorkuverinu að þyrlurnar verða að losa sig við vatnið á ferð. Þá hefur bandaríski herinn útvegað Japönum öflugar háþrýstivatnsdælur til að nota í sama tilgangi.

Deila er komin upp milli Japana og nokkurra annarra landa um hve mikil hætta sé á ferðum í Fukushima. Þannig hafa kjarnorkusérfræðingar í Bandaríkjunum hvatt fólk til að flytja sig í 80 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu en Japanir telja að 20 kílómetrar séu nógu mikil fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×