Drillo: Þurfum að ná fram hefndnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. september 2010 08:45 Egil Drillo Olsen á landsliðsæfingu á Fylkisvelli. Fréttablaðið/Pjetur Undankeppni EM 2012 hefst á morgun. Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli í fyrsta leik en þessi tvö lið mættust einmitt í síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli og Noregur tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í umspil í undankeppninni. „Við þurfum að ná fram hefndum fyrir síðasta leik," sagði Egil „Drillo" Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var í raun okkar síðasti alvöru keppnisleikur. Eftir það hefur okkur gengið nokkuð vel og ég hef verið ánægður með þróun liðsins. Við höfum náð góðum úrslitum og aðeins tapað einum leik. Það var fyrir Úkraínu, 1-0, þó svo að við hefðum fengið tíu góð færi í leiknum. Hann á von á erfiðum leik gegn Íslandi, jafnvel þótt nokkrir sterkir leikmenn séu fjarverandi hjá liðinu nú. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur sem mun taka mikið á. Það eru íslenskir leikmenn í mörgum sterkum deildum og ég er viss um að leikurinn verður bæði jafn og spennandi," segir Olsen. „Ísland á þar að auki marga góða unga leikmenn og ég á von á að þeir muni láta mikið að sér kveða, sérstaklega þar sem U-21 landsliðið vann 4-1 sigur á Þýskalandi sem eru hreint ótrúleg úrslit." Noregur vann Frakkland í síðasta æfingaleik fyrir undankeppnina en Ísland gerði 1-1 jafntefli við Liechtenstein á sama tíma. „Ég sá þann leik og nei, hann var ekki mjög góður. En ég fylltist ekki sjálfstrausti því ég veit að Ísland getur miklu betur." Olsen segist vera sæmilega bjartsýnn fyrir komandi undankeppni en riðillinn sé vissulega erfiður. Auk Íslands og Noregs eru þar Portúgal, Danmörk og Kýpur. „Ég hef áður sagt að við eigum helmningslíkur á því að komast áfram. En það verða engir auðveldir leikir og liðin í 4. og 5. styrkleikaflokki - Kýpur og Ísland - munu líka hala inn stigum." Hann segir að það verði enginn dauðadómur fyrir Noreg ef liðið nær ekki þremur stigum á morgun. „Ég held ekki. Sviss hóf síðustu undankeppni á því að tapa fyrir Lúxemborg á heimavelli en vann svo riðilinn," benti hann á. „Þetta er erfiður riðill og ég á von á að öll lið muni fá einhver stig." Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Undankeppni EM 2012 hefst á morgun. Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli í fyrsta leik en þessi tvö lið mættust einmitt í síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli og Noregur tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í umspil í undankeppninni. „Við þurfum að ná fram hefndum fyrir síðasta leik," sagði Egil „Drillo" Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var í raun okkar síðasti alvöru keppnisleikur. Eftir það hefur okkur gengið nokkuð vel og ég hef verið ánægður með þróun liðsins. Við höfum náð góðum úrslitum og aðeins tapað einum leik. Það var fyrir Úkraínu, 1-0, þó svo að við hefðum fengið tíu góð færi í leiknum. Hann á von á erfiðum leik gegn Íslandi, jafnvel þótt nokkrir sterkir leikmenn séu fjarverandi hjá liðinu nú. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur sem mun taka mikið á. Það eru íslenskir leikmenn í mörgum sterkum deildum og ég er viss um að leikurinn verður bæði jafn og spennandi," segir Olsen. „Ísland á þar að auki marga góða unga leikmenn og ég á von á að þeir muni láta mikið að sér kveða, sérstaklega þar sem U-21 landsliðið vann 4-1 sigur á Þýskalandi sem eru hreint ótrúleg úrslit." Noregur vann Frakkland í síðasta æfingaleik fyrir undankeppnina en Ísland gerði 1-1 jafntefli við Liechtenstein á sama tíma. „Ég sá þann leik og nei, hann var ekki mjög góður. En ég fylltist ekki sjálfstrausti því ég veit að Ísland getur miklu betur." Olsen segist vera sæmilega bjartsýnn fyrir komandi undankeppni en riðillinn sé vissulega erfiður. Auk Íslands og Noregs eru þar Portúgal, Danmörk og Kýpur. „Ég hef áður sagt að við eigum helmningslíkur á því að komast áfram. En það verða engir auðveldir leikir og liðin í 4. og 5. styrkleikaflokki - Kýpur og Ísland - munu líka hala inn stigum." Hann segir að það verði enginn dauðadómur fyrir Noreg ef liðið nær ekki þremur stigum á morgun. „Ég held ekki. Sviss hóf síðustu undankeppni á því að tapa fyrir Lúxemborg á heimavelli en vann svo riðilinn," benti hann á. „Þetta er erfiður riðill og ég á von á að öll lið muni fá einhver stig."
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira