Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:18 Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis. Fréttablaðið/Valli Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo. Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo.
Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira