Erlent

Continental kennt um Concorde slysið

Óli Tynes skrifar

Dómstóll í París hefur úrskurðað að bandaríska flugfélagið Continental Airways beri ábyrgð á því að hin hljóðfrá Concorde farþegaþota fórst í flugtaki frá París árið 2000. Aðskotahlutur á flugbrautinni gerði gat á eldsneytisgeyma Concorde. Sjóðheitur útblástur úr mótorum þotunnar kveikti í eldsneytinu og hún var með langan eldhala á eftir sér þegar hún fór í loftið.

Vélin hrapaði skömmu síðar þegar hún var að reyna að nauðlenda á öðrum flugvelli. Aðskotahluturinn á flugbrautinni reyndist vera úr flugvél frá Continental. Með Concorde fórust 100 farþegar níu manna áhöfn og fjórir á jörðu niðri. Slysið batt enda á feril hljóðfráu farþegaþotunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×