Bikarmeistarar Blika taka á móti Íslandsmeisturum FH í stórleik kvöldsins í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli, hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Blikar unnu 2-0 sigur á FH í deildarleik liðanna á dögunum. Það var sannfærandi sigur þar sem Kristinn Steindórsson skoraði bæði mörkin eftir stoðsendingar frá Alfreð Finnbogasyni.
FH-liðinu hefur ekki gengið vel með Blikana í Smáranum undanfarin ár þar sem Blikar hafa náð tveggja marka forskoti í öllum leikjunum liðanna á Kópavogsvellinum frá og með árinu 2007.
Blikar komust í 2-0 í deildarleik liðanna í Kópavogi á síðasta tímabili en FH-ingar komu þá til baka og tryggðu sér 3-2 sigur þar sem sigurmark Alexander Söderlund kom á síðustu sekúndu í uppbótartíma.
Breiðablik vann síðan 4-1 stórsigur á FH í deildarleik liðanna á Kópavogsvellinum sumarið 2008 og 4-3 sigur í leik liðanna á sama stað sumarið 2007 eftir að hafa komist 4-1 yfir.
Síðustu fjórir leikir Breiðabliks og FH á Kópavogsvelli:
24. maí 2010 4. umferð Pepsi-deildarinnar
Breiðablik-FH 2-0
1-0 Kristinn Steindórsson (46.)
2-0 Kristinn Steindórsson (85.)
18. maí 2009 3. umferð Pepsi-deildarinnar
Breiðablik-FH 2-3
1-0 Guðmundur Kristjánsson (22.)
2-0 Alfreð Finnbogason (47.)
2-1 Matthías Vilhjálmsson (74.)
2-2 Atli Guðnason (86.)
2-3 Alexander Söderlund (90.)
16. júní 2008 7. umferð Landsbankadeildarinnar
Breiðablik-FH 4-1
1-0 Prince Rajcomar (18.)
2-0 Prince Rajcomar (24.)
2-1 Tryggvi Guðmundsson, víti (50.)
3-1 Nenad Petrovic (60.)
4-1 Arnar Grétarsson, víti (82.)
16. september 2007 16. umferð Landsbankadeildarinnar
Breiðablik-FH 4-3
1-0 Nenad Zivanovic (12.)
1-1 Auðun Helgason (18.)
2-1 Prince Rajcomar (18.)
3-1 Magnús Páll Gunnarsson (51.)
4-1 Sjálfsmark (65.)
4-2 Arnar Gunnlaugsson (71.)
4-2 Matthías Vilhjálmsson (77.)
Breiðablik og FH gerði 1-1 jafntefli á leik sínum á Kópavogsvelli sumarið 2006.
Blikar hafa komist 2 mörkum yfir á móti FH í síðustu 4 heimaleikjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
