Enski boltinn

Benítez gaf 18 milljonir í Hillsborough-sjóðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool.
Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool. Mynd/AFP

Rafael Benítez kvaddi Liverpool á táknrænan hátt áður en hann yfirgaf Bítlaborgina til þess að taka við þjálfarastöðunni hjá Internazionale Milan.

Rafael Benítez fór í stutta heimsókn til Liverpool og notaði tækifærið til þess að gefa 18 milljónir í Hillsborough-sjóðinn.

Sjóðurinn er til stuðningi þeim fjölskyldum sem áttu um sárt að binda eftir að 96 manns fórust í troðningi á undanúrslitaleik bikarsins á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989.

Benítez afhenti stjórnarformanni samtakanna, Margaret Aspinall, ávísun upp á 96 þúsund pund sem gera rúmlega 18 milljónir íslenskra króna.

„Það var ánægjulegt að hann vildi heimsækja okkur áður en hann fór," sagði Margaret Aspinall sem missti soninn sinn James í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×