Þór frá Akureyri ætlar sér að vera í baráttu um sæti í Pepsi-deild karla allt til enda en Þór vann góðan sigur á ÍR, 0-3, í dag.
Alexander Linta skoraði tvö mörk fyrir Þór og Sveinn Elías Jónsson eitt.
Fjarðabyggð og Njarðvík gerðu síðan markalaust jafntefli fyrir austan.
KA og Leiknir eigast við á Akureyri og þar er Leiknir að vinna. Leiknir fer aftur á toppinn í deildinni með sigri.