Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fram Ellert Scheving skrifar 2. júní 2010 22:53 Hjálmar Þórarinsson í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Guðlaugur Baldursson gerði alls sjö breytingar á liði sínu frá því í seinasta leik og má segja að hugur hans hafi verið við leik ÍR gegn Fjarðarbyggð í 1. Deildinni á laugardaginn kemur. Fram byrjaði leikinn betur og svo virtist sem ÍR-ingar væru hreinlega ekki mættir til leiks en gestirnir áttu ekki skot að marki fyrr en eftir 51. mínútu. Fram tók öll völd á vellinum og hreinlega sundurspilaði arfaslaka ÍR-inga. Á 38. mínútu brutu þeir ísinn eftir að hafa sótt látlaust og oft verið nálægt því að ná forystu. Ívar Björnsson skoraði laglegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Josep Tillen. Allt þangað til að lokum fyrri hálfleiks hélt Fram áfram að sækja og hefðu í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fram hóf seinni hálfleikinn með miklum látum og bættu öðru marki við á 49. mínútu. Þar var að verki Ívar Björnsson sem skoraði eftir laglega sendingu Almars Ormarssonar sem átti einnig góðan leik í liði Fram. Við það styrktust ÍR-ingar til muna og fóru að spila kraftmeiri bolta. Davíð Már Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍR-inga og getur verið sáttur við sinn leik í í kvöld. ÍR-ingar minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt markið eftir mikinn darraðadans í teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út of góður dómari leiksins Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka á Laugardalsvellinum og Fram komið áfram í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.) 2-0 Ívar Björnsson (49.) 2-1 Guðjón Gunnarsson (89.) Skot (á mark): 19-5 (12-2) Varin skot: Ögmundur 1-7 Aukaspyrnur: 6-5 Horn: 13-1 Rangstöðr: 2-0 Dómari: Þorvaldur Árnason. Fram 4-4-2: Ögmundur Kristinsson Samuel Lee Tillen Jón Guðni Fjóluson Kristján Hauksson Daði Guðmundsson Halldór Hermann Jónsson (40. Hlynur A. Magnússon) Jón Gunnar Eysteinsson Tómas Leifsson (66. Josep Tillen) Ívar Björnsson (78. Guðmundur Magnússon) Almarr Ormarsson Hjálmar Þórarinsson ÍR 4-5-1: Ágúst Bjarni Garðarsson Hrannar Karlsson Guðjón Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson Halldór Arnarsson Gunnar Hilmar Kristinsson Davíð Már Stefánsson Haukur Ólafsson (84. Pétur Óskar Sigurðsson) Jón Gísli Ström (68. Eiríkur Viljar H. Kúld) Axel Kári Vignisson Árni Freyr Guðnason (62. Elías Ingi Árnason) Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Guðlaugur Baldursson gerði alls sjö breytingar á liði sínu frá því í seinasta leik og má segja að hugur hans hafi verið við leik ÍR gegn Fjarðarbyggð í 1. Deildinni á laugardaginn kemur. Fram byrjaði leikinn betur og svo virtist sem ÍR-ingar væru hreinlega ekki mættir til leiks en gestirnir áttu ekki skot að marki fyrr en eftir 51. mínútu. Fram tók öll völd á vellinum og hreinlega sundurspilaði arfaslaka ÍR-inga. Á 38. mínútu brutu þeir ísinn eftir að hafa sótt látlaust og oft verið nálægt því að ná forystu. Ívar Björnsson skoraði laglegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Josep Tillen. Allt þangað til að lokum fyrri hálfleiks hélt Fram áfram að sækja og hefðu í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fram hóf seinni hálfleikinn með miklum látum og bættu öðru marki við á 49. mínútu. Þar var að verki Ívar Björnsson sem skoraði eftir laglega sendingu Almars Ormarssonar sem átti einnig góðan leik í liði Fram. Við það styrktust ÍR-ingar til muna og fóru að spila kraftmeiri bolta. Davíð Már Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍR-inga og getur verið sáttur við sinn leik í í kvöld. ÍR-ingar minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt markið eftir mikinn darraðadans í teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út of góður dómari leiksins Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka á Laugardalsvellinum og Fram komið áfram í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.) 2-0 Ívar Björnsson (49.) 2-1 Guðjón Gunnarsson (89.) Skot (á mark): 19-5 (12-2) Varin skot: Ögmundur 1-7 Aukaspyrnur: 6-5 Horn: 13-1 Rangstöðr: 2-0 Dómari: Þorvaldur Árnason. Fram 4-4-2: Ögmundur Kristinsson Samuel Lee Tillen Jón Guðni Fjóluson Kristján Hauksson Daði Guðmundsson Halldór Hermann Jónsson (40. Hlynur A. Magnússon) Jón Gunnar Eysteinsson Tómas Leifsson (66. Josep Tillen) Ívar Björnsson (78. Guðmundur Magnússon) Almarr Ormarsson Hjálmar Þórarinsson ÍR 4-5-1: Ágúst Bjarni Garðarsson Hrannar Karlsson Guðjón Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson Halldór Arnarsson Gunnar Hilmar Kristinsson Davíð Már Stefánsson Haukur Ólafsson (84. Pétur Óskar Sigurðsson) Jón Gísli Ström (68. Eiríkur Viljar H. Kúld) Axel Kári Vignisson Árni Freyr Guðnason (62. Elías Ingi Árnason)
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira