Íslenski boltinn

The Sun og Mirror fjalla um fögnuð Stjörnumanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjörnumenn fagna marki.
Stjörnumenn fagna marki.

Fögnuður Stjörnumanna eftir sigurmarkið gegn Fylki um helgina hefur vakið athygli á heimsvísu.

Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnu í lok leiksins og þóttist svo veiða Jóhann Laxdal með veiðistöng og draga hann að landi eins og áður hefur verið greint frá.

Fjölmiðlar á Norðurlöndunum hafa sýnt myndband af þessu og ensku götublöðin The Sun og Mirror fjalla einnig um málið á heimasíðum sínum í dag.

Mirror tekur saman tíu flottustu fagnaðarlæti sögunnar og eru tilburðir Stjörnunnar þar efst á lista.

Í gær var sett myndband inn á Youtube sem hefur verið skoðað um 60 þúsund sinnum þegar þetta er skrifað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×