Enski boltinn

Búið að fresta hjá Liverpool og Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona er ástandið á Bretlandseyjum í dag.
Svona er ástandið á Bretlandseyjum í dag.

Það er ekki bara skítaveður á Íslandi heldur er veðrið á Englandi líka frekar dapurt og þegar er búið að fresta tveimur leikjum í dag í ensku úrvalsdeildinni.

Að sjálfsögðu er búið að fresta heimaleik hjá Blackpool en Liverpool átti að sækja þá heim í dag. Everton getur heldur ekki tekið á móti Birmingham.

Aðrir leikir í ensku úrvalsdeildinni fara væntanlega fram.

Þá er búið að fresta þremur leikjum í ensku 1. deildinni og fjölmörgum leikjum í deildunum þar fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.