Erlent

Deila um myndband af dauða hvalaþjálfara

Dawn með Tilikum rétt áður en hann dró hana ofan í laugina.
Dawn með Tilikum rétt áður en hann dró hana ofan í laugina.

Ættingjar Dawn Brancheau, sem lést þegar háhyrningurinn Tilikum dró hana ofan í sundlaug til sín og varð henni að bana, eiga í lagadeilum við fréttastofur í Bandaríkjunum vegna upptöku sem náðist af atvikinu. Háhyrningurinn, sem er íslenskur, veitti Dawn margvísislega áverka en krufningaskýrsla var gerð opinber í fjölmiðlum í dag.

Þar kom fram að Dawn lést meðal annars af innvortis meiðslum auk þess sem handleggurinn rifnaði næstum af líkama hennar. Þá var líkami hennar allur bitinn og marinn eftir grimmilega aðför háhyrningsins.

Fjölskylda Dawn hefur óskað eftir lögbanni á myndbandið sem náðist af árásinni til þess að varðveita minningu hennar. En fjölmiðlar vestra telja það stjórnarskrárbundinn rétt sinn að fá að sýna myndbandið. Lögfræðingur fjölskyldunnar er ekki sammála túlkun fjölmiðlanna á lögunum. Hann sakar þá um að vera haldna sjúklegri gægjuþörf.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Meðal annars hafa trúarsamtök krafist þess að hvalurinn verði líflátinn sem og eigandi hvalsins, sem er forstjóri sædýrasafnsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×