Umfjöllun: Stjörnustúlkur börðust vel í jafnteflisleik Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. júní 2010 23:11 Mynd/Anton Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira