Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 16:00 Ívar Ingimarsson í leik með Reading skömmu áður en hann meiddist í mars síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. Ívar var á varamannabekk liðsins þegar að Reading vann 1-0 sigur á Ipswich í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var í leikmannahópi liðsins síðan hann meiddist í mars síðastliðnum. „Það rifnaði vöðvafesting í lærinu og þurfti að festa hana aftur við beinið," sagði Ívar í samtali við Vísi. „Aðgerðin er ekkert allt of flókin en það tekur bara tíma fyrir festinguna að verða aftur sterk. Það góða við slíkar aðgerðir er að það eru 99 prósent líkur á að maður nái sér góðum sem virðist ætla að ganga eftir." Hann segir að þessi tími á hliðarlínunni hafi ekki verið mjög erfiður fyrir hann. „Nei, það þýðir ekkert að gráta þetta. Þetta hefur verið stíf endurhæfing og það er gott að finna fyrir því að maður er aftur að nálgast sitt gamla form." Ívar segir að endurhæfingin hafi gengið vel og að hann sé ekki hræddur við að beita sér af fullum krafti. „Það hefur verið mikið af lyftingum og æfingum þar sem ég hef verið að toga vel í þetta. Þetta heldur vel og því ekkert annað að gera en að æfa áfram vel. Það góða við þetta er að þetta eru ekki krónísk meiðsli og ættu ekki að há mér í framtíðinni." Reading er nú í sjötta sæti ensku B-deildarinnar og segir Ívar að sér lítist vel á tímabilið sem er framundan. „Við unnum í gær og erum í ágætri stöðu í deildinni en það er enn lítið liðið af tímabilinu. En við höfum verið að líta ágætlega út og spila ljómandi vel. Helst er að það hefur vantað að skora fleiri mörk en þau hafa verið að koma og vonandi á það eftir að aukast enn." „Ef við sleppum nokkuð vel við meiðsli og leikbönn á tímabilinu tel ég að við séum með nægilega gott lið til að vera í efstu sætunum." Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. Ívar var á varamannabekk liðsins þegar að Reading vann 1-0 sigur á Ipswich í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var í leikmannahópi liðsins síðan hann meiddist í mars síðastliðnum. „Það rifnaði vöðvafesting í lærinu og þurfti að festa hana aftur við beinið," sagði Ívar í samtali við Vísi. „Aðgerðin er ekkert allt of flókin en það tekur bara tíma fyrir festinguna að verða aftur sterk. Það góða við slíkar aðgerðir er að það eru 99 prósent líkur á að maður nái sér góðum sem virðist ætla að ganga eftir." Hann segir að þessi tími á hliðarlínunni hafi ekki verið mjög erfiður fyrir hann. „Nei, það þýðir ekkert að gráta þetta. Þetta hefur verið stíf endurhæfing og það er gott að finna fyrir því að maður er aftur að nálgast sitt gamla form." Ívar segir að endurhæfingin hafi gengið vel og að hann sé ekki hræddur við að beita sér af fullum krafti. „Það hefur verið mikið af lyftingum og æfingum þar sem ég hef verið að toga vel í þetta. Þetta heldur vel og því ekkert annað að gera en að æfa áfram vel. Það góða við þetta er að þetta eru ekki krónísk meiðsli og ættu ekki að há mér í framtíðinni." Reading er nú í sjötta sæti ensku B-deildarinnar og segir Ívar að sér lítist vel á tímabilið sem er framundan. „Við unnum í gær og erum í ágætri stöðu í deildinni en það er enn lítið liðið af tímabilinu. En við höfum verið að líta ágætlega út og spila ljómandi vel. Helst er að það hefur vantað að skora fleiri mörk en þau hafa verið að koma og vonandi á það eftir að aukast enn." „Ef við sleppum nokkuð vel við meiðsli og leikbönn á tímabilinu tel ég að við séum með nægilega gott lið til að vera í efstu sætunum."
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira