Enski boltinn

Rooney gæti farið frá United fyrir 5 milljónir punda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney var mættur á æfingu í morgun og var í góðu skapi.
Rooney var mættur á æfingu í morgun og var í góðu skapi.

Wayne Rooney gæti fengið sig lausan frá Man. Utd næsta sumar fyrir aðeins 5 milljónir punda samkvæmt "Webster-reglunni".

Reglur FIFA um félagaskipti segja að leikmaður sem skrifar undir samning fyrir 28 ára aldur geti keypt sig út úr samningnum þegar þrjú ár eru liðin frá undirskrift. Það kostar árslaun og smá bætur.

Breska blaðið The Indenpendent segir að virtur lögmaður hafi staðfest að Rooney geti beitt þessari reglu fyrir sig næsta sumar.

Ef United nær ekki sáttum við Rooney fyrir áramót gæti félagið neyðst til þess að selja hann í janúar. Ef ekki gæti Rooney farið fyrir skiptimynt næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×