Atli Viðar: Fæ vonandi eitthvað að taka þátt í úrslitaleiknum núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2010 22:37 Mynd/Daníel Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn. „Núna fæ ég vonandi að taka eitthvað þátt í bikarúrslitaleiknum. Það er frábært aðvera kominn í stærsta leik ársins og við hlökkum bara til," sagði Atli Viðar sem kom FH-ingum í 2-1 í 3-1 sigri á Víkingi úr Ólafsvík í kvöld. FH var í kvöld aðeins að komast í sinn annan bikarúrslitaleik á síðustu sex árum. „Við hefðum viljað vera miklu oftar í bikarúrslitaleiknum síðustu ár en það er þá bara ennþá skemmtilegra að vera komnir þangað núna," sagði Atli Viðar. Hann var ekkert alltof ánægður með leik FH-liðsins í kvöld. „Það var enginn glansi yfir þessu. Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en þó skömminni skárri í seinni hálfleik án þess að vera spila einhvern glansfótbolta," sagði Atli Viðar sem hrósaði Víkingsliðinu. „Þetta er flott lið og þeir komu hingað til að gefa allt sem þeir áttu í leik sumarsins og hugsanlega leik ferilsins hjá einhverjum þeirra. Það er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en við hefðum vissulega getað gera okkur þetta auðveldara ef við hefðum látið boltann ganga hraðar og verið með meiri hreyfingu án bolta," sagði Atli Viðar. FH-liðið bætti sinn leik í seinni hálfeik og skoraði þá mörkin sem skildu á milli. „Heimir ræddi nokkra punkta í hálfleik og ég held að við höfum skánað í seinni hálfleiknum. Við náðum allavega að skora tvö mörk og halda markinu hreinu," segir Atli Viðar. Atla Viðari líst vel á framhaldið eftir að liðið fær smá frí eftir mikla leikjatörn. „Við erum á þokkalegu róli en við vitum að við getum betur. Við þurfum að ná úrslitum í næstu leikjum. Það kemur smá pása hjá okkur yfir verslunarmannahelgina en svo koma tveir verulega stórir leikir eftir hana. Við göngum hægt um gleðinnar dyr og verðum klárir í þá leiki," sagði Atli Viðar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn. „Núna fæ ég vonandi að taka eitthvað þátt í bikarúrslitaleiknum. Það er frábært aðvera kominn í stærsta leik ársins og við hlökkum bara til," sagði Atli Viðar sem kom FH-ingum í 2-1 í 3-1 sigri á Víkingi úr Ólafsvík í kvöld. FH var í kvöld aðeins að komast í sinn annan bikarúrslitaleik á síðustu sex árum. „Við hefðum viljað vera miklu oftar í bikarúrslitaleiknum síðustu ár en það er þá bara ennþá skemmtilegra að vera komnir þangað núna," sagði Atli Viðar. Hann var ekkert alltof ánægður með leik FH-liðsins í kvöld. „Það var enginn glansi yfir þessu. Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en þó skömminni skárri í seinni hálfleik án þess að vera spila einhvern glansfótbolta," sagði Atli Viðar sem hrósaði Víkingsliðinu. „Þetta er flott lið og þeir komu hingað til að gefa allt sem þeir áttu í leik sumarsins og hugsanlega leik ferilsins hjá einhverjum þeirra. Það er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en við hefðum vissulega getað gera okkur þetta auðveldara ef við hefðum látið boltann ganga hraðar og verið með meiri hreyfingu án bolta," sagði Atli Viðar. FH-liðið bætti sinn leik í seinni hálfeik og skoraði þá mörkin sem skildu á milli. „Heimir ræddi nokkra punkta í hálfleik og ég held að við höfum skánað í seinni hálfleiknum. Við náðum allavega að skora tvö mörk og halda markinu hreinu," segir Atli Viðar. Atla Viðari líst vel á framhaldið eftir að liðið fær smá frí eftir mikla leikjatörn. „Við erum á þokkalegu róli en við vitum að við getum betur. Við þurfum að ná úrslitum í næstu leikjum. Það kemur smá pása hjá okkur yfir verslunarmannahelgina en svo koma tveir verulega stórir leikir eftir hana. Við göngum hægt um gleðinnar dyr og verðum klárir í þá leiki," sagði Atli Viðar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira