Ejub: Stór dagur fyrir ungu strákana í Ólafsvík Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 06:30 Ejub. Fótbolti.net „Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub. Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
„Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub.
Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira