Viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2010 15:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnir hópinn í dag. Mynd/Stefán Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti landsliðshóp sinn á blaðamannafundi í dag fyrir heimaleiki á móti Norður-Írlandi og Króatíu á Laugdalsvellinum en þeir fara fram 19. og 22. júní næstkomandi. „Þetta er spennandi hópur. Ég fékk að velja 22 leikmenn og það eru þarna þrír nýliðar. Ég hef valið Sylvíu (Rán Sigurðardóttur) áður en ég er að velja Katrínu Ásbjörnsdóttur í fyrsta skipti," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. „Hópurinn er skipaður okkar bestu leikmönnum erlendis, leikmönnum sem hafa staðið sem vel í deildinni heima og svo ungum og efnilegum leikmönnum. Það er góð blanda í hópnum, sumar eru mjög reynslumiklar og sumar eru að stíga sín fyrstu skref," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 1-1 jafntefli á Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn með því að fiska og skora úr vítaspyrnu í lok leiksins. „Hún hefur staðið sig mjög vel með 19 ára landsliðinu og hefur farið vel að stað í deildinni. Hún er mjög efnilegur leikmaður," sagði Sigurður Ragnar. „Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir) er líklega nýliði en hún hefur spilað mjög vel fyrir Stjörnuna. Svo má ekki gleyma Málfríði (Sigurðardóttur) því hún kemur aftur inn eftir töluvert langa fjarveru en hún eignaðist barn þarna í millitíðinni. Það er ánægjulegt að fá hana aftur inn því hún er búin að spila mjög vel fyrir Val," sagði Sigurður Ragnar. „Katrín Jónsdóttir getur mögulega náð frábærum áfanga í þessari leikjahrinu með því að spila sinn hundraðasta landsleik og það er sjálfsagt að vekja athygli á því. Hún bætir leikjametið í hverjum leik og það er bara Rúnar Kristinsson sem hefur náð þeim áfanga af íslensku knattspyrnufólki. Það er mjög spennandi," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Íslenska liðið þarf að vinna báða leikina til þess að eiga enn möguleika á efsta sætinu í riðlinum en eins og er hafa Frakkar þriggja stiga forskot á íslenska liðið. „Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkur. Við setum þá kröfu á okkur sjálf að vinna báða þessa leiki því við viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt. Við munum því fara í báða þessa leiki og sækja til sigurs," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti landsliðshóp sinn á blaðamannafundi í dag fyrir heimaleiki á móti Norður-Írlandi og Króatíu á Laugdalsvellinum en þeir fara fram 19. og 22. júní næstkomandi. „Þetta er spennandi hópur. Ég fékk að velja 22 leikmenn og það eru þarna þrír nýliðar. Ég hef valið Sylvíu (Rán Sigurðardóttur) áður en ég er að velja Katrínu Ásbjörnsdóttur í fyrsta skipti," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. „Hópurinn er skipaður okkar bestu leikmönnum erlendis, leikmönnum sem hafa staðið sem vel í deildinni heima og svo ungum og efnilegum leikmönnum. Það er góð blanda í hópnum, sumar eru mjög reynslumiklar og sumar eru að stíga sín fyrstu skref," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 1-1 jafntefli á Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn með því að fiska og skora úr vítaspyrnu í lok leiksins. „Hún hefur staðið sig mjög vel með 19 ára landsliðinu og hefur farið vel að stað í deildinni. Hún er mjög efnilegur leikmaður," sagði Sigurður Ragnar. „Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir) er líklega nýliði en hún hefur spilað mjög vel fyrir Stjörnuna. Svo má ekki gleyma Málfríði (Sigurðardóttur) því hún kemur aftur inn eftir töluvert langa fjarveru en hún eignaðist barn þarna í millitíðinni. Það er ánægjulegt að fá hana aftur inn því hún er búin að spila mjög vel fyrir Val," sagði Sigurður Ragnar. „Katrín Jónsdóttir getur mögulega náð frábærum áfanga í þessari leikjahrinu með því að spila sinn hundraðasta landsleik og það er sjálfsagt að vekja athygli á því. Hún bætir leikjametið í hverjum leik og það er bara Rúnar Kristinsson sem hefur náð þeim áfanga af íslensku knattspyrnufólki. Það er mjög spennandi," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Íslenska liðið þarf að vinna báða leikina til þess að eiga enn möguleika á efsta sætinu í riðlinum en eins og er hafa Frakkar þriggja stiga forskot á íslenska liðið. „Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkur. Við setum þá kröfu á okkur sjálf að vinna báða þessa leiki því við viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt. Við munum því fara í báða þessa leiki og sækja til sigurs," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira