Sandor: Á ekkert von á launahækkun þrátt fyrir annríkið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. júlí 2010 07:45 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton „Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
„Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00