Sandor: Á ekkert von á launahækkun þrátt fyrir annríkið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. júlí 2010 07:45 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton „Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
„Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00