KA sló Grindavík úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. KA hafði þar betur í bráðabana.
David Disztl kom KA yfir með marki í lok fyrri hálfleiks en Grétar Hjartarson jafnaði fyrir Grindavík í þeim síðari.
Ekkert mark var skorað í framlengingu og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.
Bæði lið skoruðu úr fjórum spyrnum af fyrstu fimm og þurfti því bráðabana til. Strax í fyrstu umferð bráðabanans missti Auðun Helgason marks eftir að Orri Gústafsson hafði skorað fyrir KA og fögnuðu því Akureyringar sigri.