Ingimundur: Aðstaðan er eins og hjá stóru félagi í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2010 08:00 Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu. „Það er voða lítið sem á eftir að ganga frá. Þeir vilja fá læknisskoðun og skoða myndir sem voru teknar af hnénu á mér en ég meiddist aðeins undir lok síðasta tímabils. Þeir vilja sjá það til öryggis en ég ætti að fljúga í gegnum læknisskoðun. Ég ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en allt er frágengið," segir Ingimundur rólegur. Varnarmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að söðla um. Hann er að ganga í raðir mjög öflugs félags þar sem vel er staðið að öllum hlutum. „Mér líst rosalega vel á allt hjá félaginu. Aðstaðan er alveg frábær og þetta er það langbesta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það eru bara stóru félögin í Þýskalandi sem hafa svona toppaðstöðu. Höllin er frábær og það er bara allt til fyrirmyndar hjá félaginu. Virkilega vel staðið að öllu og umgjörðin persónuleg sem er ánægjulegt," segir Ingimundur en bætir við að félagið sé ekkert moldríkt. „Þetta félag hefur ekkert farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir, en stendur samt vel. Liðið varð meistari og það skipti félagið miklu að komast í úrslitaleikinn. Nú bíður Evrópukeppnin og spennandi tímar." Baráttan í dönsku deildinni stefnir í að verða spennandi á næstu leiktíð. Hún mun ekki bara standa á milli AaB og hins nýja ofurfélags AG Köbenhavn þar sem Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri. „Bjerringbo og Kolding eru líka afar sterk. Þetta ætti að geta orðið mjög spennandi og ég hlakka til að vera með í vetur fari svo að þetta gangi allt saman eftir. Það bendir flest til þess en maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Ingimundur Ingimundarson, tilvonandi leikmaður AaB. Íslenski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu. „Það er voða lítið sem á eftir að ganga frá. Þeir vilja fá læknisskoðun og skoða myndir sem voru teknar af hnénu á mér en ég meiddist aðeins undir lok síðasta tímabils. Þeir vilja sjá það til öryggis en ég ætti að fljúga í gegnum læknisskoðun. Ég ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en allt er frágengið," segir Ingimundur rólegur. Varnarmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að söðla um. Hann er að ganga í raðir mjög öflugs félags þar sem vel er staðið að öllum hlutum. „Mér líst rosalega vel á allt hjá félaginu. Aðstaðan er alveg frábær og þetta er það langbesta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það eru bara stóru félögin í Þýskalandi sem hafa svona toppaðstöðu. Höllin er frábær og það er bara allt til fyrirmyndar hjá félaginu. Virkilega vel staðið að öllu og umgjörðin persónuleg sem er ánægjulegt," segir Ingimundur en bætir við að félagið sé ekkert moldríkt. „Þetta félag hefur ekkert farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir, en stendur samt vel. Liðið varð meistari og það skipti félagið miklu að komast í úrslitaleikinn. Nú bíður Evrópukeppnin og spennandi tímar." Baráttan í dönsku deildinni stefnir í að verða spennandi á næstu leiktíð. Hún mun ekki bara standa á milli AaB og hins nýja ofurfélags AG Köbenhavn þar sem Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri. „Bjerringbo og Kolding eru líka afar sterk. Þetta ætti að geta orðið mjög spennandi og ég hlakka til að vera með í vetur fari svo að þetta gangi allt saman eftir. Það bendir flest til þess en maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Ingimundur Ingimundarson, tilvonandi leikmaður AaB.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira