Umfjöllun: Halldór Orri tryggði Stjörnunni sigur úr víti á 90. mínútu Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2010 18:30 Mynd/Anton Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira