Keflvíkingar á EM í Futsal í dag - Vitum ekkert hvað við erum að fara út í Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 07:15 Fréttablaðið/Daníel „Við höfum ekkert æft enda verið að einbeita okkur að Pepsi-deildinni og við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," segir Guðmundur Steinarsson, Keflvíkingur. Hann er einn af fjórtán liðsmönnum sem taka þátt í Evrópumótinu í Futsal sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Þar er keppt í innanhússknattspyrnu, fimm eru í liði og ótakmarkaðar skiptingar eru leyfðar. Þá er boltinn minni og þyngri en venjulegur fótbolti. „Þetta snýst mikið um leikskilning, tækni og menn þurfa að vera klókir. Snerpa hjálpar líka. Þetta er ekkert brjálæðislega frábrugðið því að spila venjulega knattspyrnu. Við erum meðal annars með gamla jálkinn Zoran Ljubicic í liðinu, hann kann þetta alveg. Þetta snýst um það." Hann segir að liðið, sem varð Íslandsmeistari árið 2010, ætli að æfa tvisvar fyrir fyrsta leik í dag og það hefur þegar aflað sér upplýsinga um andstæðingana. Tvö íslensk lið, Víðir úr Garði og Hvöt frá Blönduósi hafa tekið þátt í EM í Futsal en ekki unnið leik. „Mig langar ógeðslega að vinna einn leik, að ná Evrópusigri," segir Guðmundur en andstæðingar Keflvíkinga eru mjög sterkir. Þeir koma frá Hollandi, Frakklandi og Svíþjóð. „Það þarf aðeins að koma Futsal betur á kortið. Ef menn setja aðeins meiri metnað í þetta getur þetta boðið upp á helling. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki með til að byrja með en eftir að ég byrjaði fannst mér þetta mjög gaman. Ef við náum einhverjum árangri gæti þetta líka stækkað aðeins," sagði Guðmundur. Fyrsti leikur liðsins er klukkan 17.30 í dag, hálftíma áður en bikarúrslitaleikur KR og FH fer fram. „Sá leikur var færður, hann átti að vera klukkan tvö. Það eru auðvitað ekki komnir fastir leikdagar eða neitt slíkt hjá KSÍ með Futsal. En ég hvet alla til að mæta í hlýjuna á Ásvöllum í stað þess að húka í kuldanum á Laugardalsvelli," sagði Guðmundur léttur. Keflavík leikur klukkan 17.30 í dag, á morgun og á þriðjudaginn. Aðeins 500 krónur kostar inn á hvern leik eða 1.000 á alla þrjá. Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
„Við höfum ekkert æft enda verið að einbeita okkur að Pepsi-deildinni og við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," segir Guðmundur Steinarsson, Keflvíkingur. Hann er einn af fjórtán liðsmönnum sem taka þátt í Evrópumótinu í Futsal sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Þar er keppt í innanhússknattspyrnu, fimm eru í liði og ótakmarkaðar skiptingar eru leyfðar. Þá er boltinn minni og þyngri en venjulegur fótbolti. „Þetta snýst mikið um leikskilning, tækni og menn þurfa að vera klókir. Snerpa hjálpar líka. Þetta er ekkert brjálæðislega frábrugðið því að spila venjulega knattspyrnu. Við erum meðal annars með gamla jálkinn Zoran Ljubicic í liðinu, hann kann þetta alveg. Þetta snýst um það." Hann segir að liðið, sem varð Íslandsmeistari árið 2010, ætli að æfa tvisvar fyrir fyrsta leik í dag og það hefur þegar aflað sér upplýsinga um andstæðingana. Tvö íslensk lið, Víðir úr Garði og Hvöt frá Blönduósi hafa tekið þátt í EM í Futsal en ekki unnið leik. „Mig langar ógeðslega að vinna einn leik, að ná Evrópusigri," segir Guðmundur en andstæðingar Keflvíkinga eru mjög sterkir. Þeir koma frá Hollandi, Frakklandi og Svíþjóð. „Það þarf aðeins að koma Futsal betur á kortið. Ef menn setja aðeins meiri metnað í þetta getur þetta boðið upp á helling. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki með til að byrja með en eftir að ég byrjaði fannst mér þetta mjög gaman. Ef við náum einhverjum árangri gæti þetta líka stækkað aðeins," sagði Guðmundur. Fyrsti leikur liðsins er klukkan 17.30 í dag, hálftíma áður en bikarúrslitaleikur KR og FH fer fram. „Sá leikur var færður, hann átti að vera klukkan tvö. Það eru auðvitað ekki komnir fastir leikdagar eða neitt slíkt hjá KSÍ með Futsal. En ég hvet alla til að mæta í hlýjuna á Ásvöllum í stað þess að húka í kuldanum á Laugardalsvelli," sagði Guðmundur léttur. Keflavík leikur klukkan 17.30 í dag, á morgun og á þriðjudaginn. Aðeins 500 krónur kostar inn á hvern leik eða 1.000 á alla þrjá.
Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira